Halla vill skikka ungmenni í samfélagsþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 10:26 Halla Tómasdóttir við það tækifæri þegar landskjörstjórn úrskurði um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var í Spjallinu hjá Frosta Logasyni og viðraði þar þá hugmynd sína að hér verði tekin upp samfélagsþjónusta til árs fyrir unga fólkið. Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira