Dortmund tók aukasætið sem ensku liðin dreymdi um Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:01 Manchester United eygði veika von um 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en nú er ljóst að það dygði ekki til að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Dortmund á nú öruggt sæti þar, þó liðið sitji í 5. sæti þýsku deildarinnar. Samsett/Getty Eftir sigur Dortmund gegn PSG í gærkvöld er endanlega ljóst að það verða Ítalía og Þýskaland sem fá eitt aukasæti hvort í nýrri útgáfu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, en ekki England. England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
England og Þýskaland voru lengi vel í hnífjafnri baráttu um það að fimmta sætið í þeirra landsdeildum myndi duga til að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Tottenham og Manchester United, sem sitja í 5. og 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, eygðu þannig betri möguleika á að komast í keppnina. En eftir að ensku liðin féllu hvert á fætur öðru úr leik í Evrópukeppnunum, og aðeins Aston Villa stóð eftir, er ljóst að árangur þýsku liðanna er betri í vetur og því fær Þýskaland aukasæti. Jafnvel þó að Aston Villa myndi vinna báða leiki sína gegn Olympiacos í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu, og úrslitaleikinn, myndi England mest geta fengið 18,25 stig á árangurslista UEFA en Þýskaland er komið með 18,356 stig, eftir sigur Dortmund í gær og jafntefli Bayern við Real Madrid í fyrrakvöld. Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid Dortmund hjálpaði sjálfu sér Þannig vill til að Dortmund er í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og er, og getur ekki endað neðar, og því má segja að liðið hafi með sigrinum í gær tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. The Premier League has officially 𝐌𝐈𝐒𝐒𝐄𝐃 𝐎𝐔𝐓 on a fifth Champions League spot next season. 🏆❌Dortmund's win vs PSG means Germany joins Italy in getting a fifth automatic spot in next season’s tournament. 🇩🇪🇮🇹#UCL pic.twitter.com/sDD29ZaA2A— Mail Sport (@MailSport) May 2, 2024 Við þetta bætist að sigurliðin í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á þessari leiktíð, fá öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það er því þannig að ef Dortmund fer alla leið og vinnur Meistaradeildina í ár, en endar í 5. sæti þýsku deildarinnar eins og allt útlit er fyrir, fá alls sex þýsk lið þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Frankfurt situr í 6. sæti þýsku deildarinnar. Svipuð staða er á Ítalíu þar sem sex lið fá að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð ef ítalskt lið vinnur Evrópudeildina. Bæði Roma og Atalanta eru komin í undanúrslit keppninnar en þau sitja einmitt í 5. og 6. sæti ítölsku deildarinnar.
Staðan á stigalista UEFA Ítalía. Stig: 19,428. Lið eftir í Evrópukeppni: Atalanta, Roma, Fiorentina Þýskaland. Stig: 18,357. Lið eftir í Evrópukeppni: Bayern München, Bayer Leverkusen, Dortmund England. Stig: 17,375. Lið eftir í Evrópukeppni: Aston Villa Frakkland. Stig:16,083. Lið eftir í Evrópukeppni: PSG Spánn. Stig: 15,437. Lið eftir í Evrópukeppni: Real Madrid
Enski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti