Facebook-hakkið hafi ekki áhrif á rannsóknina Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 17:56 „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina sem beinist meðal annars að Quang Le sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson. Litlar líkur eru á því að innbrot á Facebook-síðu Quangs Le, sem gengur einnig undir nafninu Davíð Viðarsson, hafi áhrif á sakamálarannsókn lögreglu á hendur honum. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol. Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol.
Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira