Facebook-hakkið hafi ekki áhrif á rannsóknina Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 17:56 „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina sem beinist meðal annars að Quang Le sem einnig gengur undir nafninu Davíð Viðarsson. Litlar líkur eru á því að innbrot á Facebook-síðu Quangs Le, sem gengur einnig undir nafninu Davíð Viðarsson, hafi áhrif á sakamálarannsókn lögreglu á hendur honum. Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol. Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Þetta sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í Reykjavík síðdegis í dag. „Hún gengur sinn vanagang, eftir sem áður,“ segir Grímur um rannsóknina. Quang Le er einn sakborninga í umfangsmikilli rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi í tengslum við þrifafyrirtækið Vy-þrif og veitingastaðina Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Um hádegisleytið í dag byrjuðu óvenjulegar færslur að birtast á Facebook-síðu Quangs Le. Í kjölfarið var ljóst að einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á síðuna og byrjað að birta færslur. Í umræddum færslum eru ríkisstjórnarflokkarnir, Krónan, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le gagnrýndir harðlega. Þá voru samskipti Quang Le og vinar hans birt opinberlega þar sem þeir birta myndir teknar á líkamsræktarstöðvum og sýna afturenda kvenna. Grímur segist ekki geta tjáð sig um hvort lögreglan hafi verið búin að afla gagna af Facebook-síðu Quangs, en almennt séð sé lögreglan búin að afla ákveðinna rannsóknargagna á þessu stigi málsins. Hann man ekki til þess að maður sem sætir rannsókn hafi lent í einhverju sambærilegu áður. Þá segist hann ekki hafa þekkingu á því hvort sambærileg mál hafi komið upp erlendis. Grímur segir að innbrot sem þetta á Facebook-síðu einstaklings geti orðið að lögreglumáli, og það þurfi að taka til skoðunar í þessu tilfelli. Það eru engar upplýsingar þarna í samskiptum hans við einhverja aðra sem gæti verið óþægilegt eða slæmt að fá fram í dagsljósið? „Það er auðvitað mögulegt, og þá er ég að tala almennt séð. Gögn, sem geta verið rannsóknargögn í sakamáli, ef þau komast fyrir sjónir almennings áður en málið kemur til dóms þá getur það haft afleiðingar.“ Grímur segir að rannsókn á mansalsmálinu gangi mjög vel. Þó séu margir þættir rannsóknarinnar tímafrekir, líkt og samskipti við erlend lögregluyfirvöld og yfirheyrslur með túlki. Lögreglan hafi verið að óska eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Víetnam, og þá segir Grímur að í málum sem þessum leiti lögreglan gjarnan aðstoðar til stofnanna líkt og Europol og Interpol.
Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira