Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2024 13:24 Lögregluþjónar týna upp sprengjubrot eftir nýlega árás á Karkív. AP/Andrii Marienko Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24
Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44