Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2024 13:24 Lögregluþjónar týna upp sprengjubrot eftir nýlega árás á Karkív. AP/Andrii Marienko Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Norður-Kórea hefur verið beitt þvingunum og refsiaðgerðum vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins frá árinu 2006. Þá hafa þær aðgerðir ítrekað verið hertar á undanförnum árum. Í skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna unnu fyrir öryggisráðið og blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir, kemur fram að brak úr Hwasong-11 hafi fundist í Karkív. Þeir segja ekkert benda til þess að skotflaugin hafi verið framleidd í Rússlandi og þá bendi gögn frá yfirvöldum í Úkraínu til þess að henni hafi verið skotið frá Rússlandi. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að Rússar hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðsins, þar sem þeir hafa sjálfir fast sæti og neitunarvald. Rússar beittu neitunarvaldi þeirra í öryggisráðinu í síðasta mánuði til að binda enda á fimmtán ára eftirlit með eldflauga- og kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Rússar hafa verið sakaðir um að kaupa umfangsmikið magn vopna og skotfæra frá Norður-Kóreu en yfirvöld í Kreml og í Pyongyang hafa þrætt fyrir það. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, funduðu í Rússlandi í fyrra og hétu því að styrkja samband ríkjanna varðandi hernað. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sakað Rússa um að skjóta minnst níu skotflaugum frá Norður-Kóreu að Úkraínu. Karkív, sem er næst stærsta borg landsins og liggur nærri landamærum Rússlands, hefur á undanförnum mánuðum orðið fyrir linnulausum árásum Rússa. Við þessar árásir og aðrar á aðrar borgir í Úkraínu hafa Rússar notað mikið magn eldflauga, stýriflauga og skotflauga. Í gær féllu fimm og á fjórða tug særðust þegar eldflaug var notuð til að varpa klasasprengjum á borgina Odessa við strendur Svartahafs. Russia using a missile with cluster munitions in the heart of Odesa. Five people were killed, many more maimed. A war crime as clear as it gets. pic.twitter.com/1ESA5WgJpv— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) April 30, 2024
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24 Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43 Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11 Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Dómstóll fyrirskipar handtöku landbúnaðarráðherra Selenskís Dómstóll í Úkraínu hefur fyrirskipað handtöku landbúnaðarráðherrans Mykola Solsky vegna gruns um spillingu. Ráðherrann er sá fyrsti í ríkisstjórn Vólódímír Selenskí til að vera nefndur í tengslum við spillingu. 26. apríl 2024 08:24
Fyrstu hergögnin eiga að berast til Úkraínu á næstu klukkustundum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði seinni partinn í dag undir ný lög um hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Eftir það sagði hann að hergögn myndu byrja að berast til Úkraínu „á næstu klukkustundum“ sem gæti þýtt strax í kvöld. 24. apríl 2024 18:43
Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. 24. apríl 2024 12:11
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44