Quang Le hakkaður á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2024 11:31 Hakkararnir hafa breytt prófílmyndinni hjá Quang Le og birt ýmsar háðskar færslur á Facebook-síðu hans. Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans. Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tæpar átta vikur. Hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á þrifafyrirtækinu Vy-þrif og veitingastöðunum Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hökkuðu aðilar sem fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hverjir eru sig inn á Facebook-síðu Quang Le. Þeir byrjuðu að birta ýmislegt efni um klukkan ellefu, bæði á persónulegri Facebook-síðu Quang Le og Facebook-síðu Wok On. Þar er skotið föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana, Krónuna, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le. Meðal annars eru birt samskipti Quang Le við vin sinn þar sem þeir birta myndir af rössum kvenna í líkamsrækt í World Class og ræða líkama þeirra. Quang Le hefur búið hér á landi í rúma tvo áratugi. Viðmælendur Vísis hafa lýst honum sem heillandi manni sem fólki líki vel við. Um leið virðist hann vera maður sem svífst einskis til að fá sínu fram. Fólk frá Víetnam hefur lýst því að hafa greitt honum milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Meint vinnumansal snýr að því og um leið óeðlilega löngum vinnudögum víetnamskra starfsmanna hjá fyrirtækjum Quang Le sem þurfa að endurgreiða honum hluta launa sinna í reiðufé. Þá sagði íslenskur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson sögu sína á Vísi á dögunum. Hann lýsti því að hafa gifst konu í Víetnam fyrir tuttugu árum sem reyndist vera ástkona Quang Le. Davíð sá var skráður giftur konunni í fimm ár og á meðan eignaðist hún tvö börn. Þau eru bæði skráð börn Davíðs Viðarssonar, hins íslenska, enn þann dag í dag. Það kom flatt upp á Davíð þegar hann heyrði að Quang Le hefði breytt nafni sínu í fyrra, í Davíð Viðarsson. Konan situr í gæsluvarðhaldi ásamt Quang Le og bróður hans. Þegar mest var sátu sex í gæsluvarðhaldi. Quang Le er skráður eigandi veitingastaðannaa Pho Vietnamese, Wok On auk þess að reka þrifafyrirtækið Vy-þrif sem hélt úti ólöglegum matvælalager í kjallara í Sóltúni. Þá er hann skráður eigandi fasteigna um alla Reykjavík, þeirra á meðal Herkastalans við Kirkjustræti. Veistu meira um málin að ofan? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Tengdar fréttir Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. 23. apríl 2024 12:24 Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tæpar átta vikur. Hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á þrifafyrirtækinu Vy-þrif og veitingastöðunum Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hökkuðu aðilar sem fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hverjir eru sig inn á Facebook-síðu Quang Le. Þeir byrjuðu að birta ýmislegt efni um klukkan ellefu, bæði á persónulegri Facebook-síðu Quang Le og Facebook-síðu Wok On. Þar er skotið föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana, Krónuna, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, World Class og samstarfsmenn Quang Le. Meðal annars eru birt samskipti Quang Le við vin sinn þar sem þeir birta myndir af rössum kvenna í líkamsrækt í World Class og ræða líkama þeirra. Quang Le hefur búið hér á landi í rúma tvo áratugi. Viðmælendur Vísis hafa lýst honum sem heillandi manni sem fólki líki vel við. Um leið virðist hann vera maður sem svífst einskis til að fá sínu fram. Fólk frá Víetnam hefur lýst því að hafa greitt honum milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Meint vinnumansal snýr að því og um leið óeðlilega löngum vinnudögum víetnamskra starfsmanna hjá fyrirtækjum Quang Le sem þurfa að endurgreiða honum hluta launa sinna í reiðufé. Þá sagði íslenskur karlmaður að nafni Davíð Viðarsson sögu sína á Vísi á dögunum. Hann lýsti því að hafa gifst konu í Víetnam fyrir tuttugu árum sem reyndist vera ástkona Quang Le. Davíð sá var skráður giftur konunni í fimm ár og á meðan eignaðist hún tvö börn. Þau eru bæði skráð börn Davíðs Viðarssonar, hins íslenska, enn þann dag í dag. Það kom flatt upp á Davíð þegar hann heyrði að Quang Le hefði breytt nafni sínu í fyrra, í Davíð Viðarsson. Konan situr í gæsluvarðhaldi ásamt Quang Le og bróður hans. Þegar mest var sátu sex í gæsluvarðhaldi. Quang Le er skráður eigandi veitingastaðannaa Pho Vietnamese, Wok On auk þess að reka þrifafyrirtækið Vy-þrif sem hélt úti ólöglegum matvælalager í kjallara í Sóltúni. Þá er hann skráður eigandi fasteigna um alla Reykjavík, þeirra á meðal Herkastalans við Kirkjustræti. Veistu meira um málin að ofan? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samfélagsmiðlar Netglæpir Netöryggi Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Tengdar fréttir Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. 23. apríl 2024 12:24 Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður. 23. apríl 2024 12:24
Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. 15. apríl 2024 21:00
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00