Hin 24 ára gamla Hrafnhildur Anna er uppalin hjá FH í Hafnafirði hefur undanfarið tvö ár leikið með Val og hefur orðið Íslands-, bikar- og deildarmeistari með liðinu.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er spenntur fyrir nýjustu viðbót liðsins: „Hrafnhildur Anna er góður leikmaður sem ég bind miklar vonir við. Hún er með góða reynslu í markinu frá tíma hennar í FH og svo Val. Ég hlakka til að fá hana í Garðabæinn.“
Stjarnan komst í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í ár en féll úr leik eftir að tapa báðum leikjum sínum gegn Haukum.