Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 16:31 Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum við Grímsfjall. Landhelgisgæslan Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira