Um er að ræða vasaúr úr gulli sem fannst á líki viðskiptamannsins John Jacob Astor, sem samkvæmt grein The Guardian, var ríkasti maðurinn um borð í Titanic. Úrið var sett á sölu hjá Henry Aldridge & Son in Devizes-uppboðshúsinu og keypti bandarískur safnari það á 1,2 milljónir punda, rétt rúmlega 210 milljónir króna.

Astor lést þegar skipið fórst en hann hafði þá komið eiginkonu sinni í björgunarbát. Í stað þess að freista þess sjálfur að komast í einn bátanna ákvað hann að verða eftir svo aðrir kæmust af á lífi. Það sást til hans reykja sígarettu og ræða við aðra farþega á þilfari skipsins skömmu áður en það sökk alveg.
Hann var 47 ara gamall þegar hann lést og fannst úrið þegar líkið fannst sjö dögum eftir að skipið sökk. Úrið fékk sonur Astor, Vincent, sem síðar gaf syni ritara föður síns það.