Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 23:27 Baldur Héðinsson er stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum. Vísir Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira