Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 23:27 Baldur Héðinsson er stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum. Vísir Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Í nýjustu könnunum mælast forsetaframbjóðendurnir Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr öll með yfir fimmtán prósent fylgi. Í nýjustu könnun Maskínu er Halla Hrund með 26,2 prósent fylgi, Katrín með 25,4 prósent fylgi, Baldur með 21,2 prósent fylgi og Jón með 15,2 prósent fylgi. Aðrir mælast allir með undir fimm prósent fylgi. Mest spennandi forsetakosningar í áratugi Baldur Héðinsson ræddi kosningarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og bendir hann á að um níutíu prósent fylgisins sé að safnast á þessa fjóra frambjóðendur, þrátt fyrir að þrettán manns séu í framboði. „Við erum núna með nánast jafntefli hjá efstu þremur og Jón Gnarr er ekkert langt á eftir. Á sama tíma árið 2016, þá var Guðni með yfir fimmtíu prósent fylgi og hann var alveg skýrt í forystu. Nú er þetta alveg hnífjafnt þannig ég myndi segja að þetta séu mest spennandi forsetakosningar í áratugi,“ segir Baldur. Klippa: Fjögur efstu eigi öll hiklaust séns Halla í sókn, aðrir í vörn Hann segir fylgisaukningu Höllu Hrundar vera svakalega en hún fer úr fimm prósentum og upp í yfir 25 prósent fylgi á örfáum vikum. „Þetta er að koma fram í öllum könnunum og það er spurning hversu hátt hún fer. Ef maður notar íþróttamál þá er hún í sókn og hinir þrír í vörn eins og er,“ segir Baldur. Skoðanakannanir góðar fyrir kjósendur Hann segir skoðanakannanir af því góða og að þær séu einungis upplýsingar fyrir kjósendur um hver staðan er. Svo sé það þeirra að ákveða hverjum þeir vilja veita atkvæði sitt. „Ef við værum ekki með skoðanakannanir, þá væri bara vettvangur fyrir aðra hluti að koma inn í staðinn, eins og auglýsingar og herferðir á samfélagsmiðlum. Þessar kannanir eru vel gerðar og ég held þær hjálpi okkur að stíga út úr okkar hóp og fá góða mynd af því hver staðan er. Ég held að þessar upplýsingar séu góðar fyrir kjósendur,“ segir Baldur. Allt getur gerst Fimm vikur eru til kosninga og bendir Baldur á að það geti margt breyst á þeim tíma. „Eins og árið 2016 þegar Halla Tómasdóttir sá mikla fylgisaukningu í vikunum í aðdraganda kosninga. Við getum séð miklar breytingar á þessu og aðra frambjóðendur koma óvænt inn. Þetta verður allavegana rosa spennandi,“ segir Baldur.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira