Árangur gegn verðbólgu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 24. apríl 2024 15:01 Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun