Þátttaka nemenda í „verkföllum“ skráð sem „óheimil fjarvist“ Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 08:58 Frá mótmælendum Hagskælinga á Austurvelli 6. febrúar síðastliðinn. Vísir/Arnar Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, þeim Birnu Hafstein og Helga Áss Grétarssyni. Fyrirspurnin var lögð fram í tengslum við „verkfall“ grunnskólanemenda í Hagaskóla í febrúar síðastliðnum þar sem aðgerða ríkisstjórnarinnar var krafist í tengslum við stöðu mála í Palestínu. Helgi Áss Grétarsson borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurnina ásamt Birnu Hafstein.Vísir/Arnar Borgarfulltrúarnir spurðu hvaða reglur og viðmið gildi í grunnskólum Reykjavíkur þegar kæmi að þátttöku nemenda í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma. „Með öðrum orðum, er slík þátttaka ávallt án heimildar frá skólayfirvöldum eða hefur það gerst að slík þátttaka sé sérstaklega heimiluð og að fjarvist nemenda af þessu tilefni hafi engin áhrif?“ Í svari Helga segir að samkvæmt lögum um grunnskóla sé nemendum skylt að sækja grunnskóla. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill „Skóla- og frístundasvið samþykkti viðmið um skólasókn þar sem gengið er út frá því að nemendur fylgi lögum og reglum um skólaskyldu og starfsfólk skóla skrái mætingu nemenda og bregðist við á samræmdan hátt ef misbrestur verður á skólasókn nemenda. Skóla- og frístundasviði er aðeins kunnugt um tvö tilvik um „verkföll“ grunnskólanemenda vegna mótmæla á opinberum vettvangi; annars vegar loftlagsverkfall sem var árið 2019 og svo svo í febrúar 2024 vegna stöðu mála í Palestínu. Verkföll af slíkum toga eiga að vera afgreidd frá skóla sem óheimil fjarvist og skráð sem slík,“ segir í svari Helga.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. 5. febrúar 2024 11:27
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02
Boða til skólaverkfalls til stuðnings Palestínu Nemendur í Hagaskóla hafa boðað til skólaverkfalls þann 6. febrúar næstkomandi til stuðnings Palestínu. Nemendurnir hyggjast yfirgefa tíma til að mæta á Austurvöll. 28. janúar 2024 21:54