Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:28 Engin götulýsing er víða í Kópavogsbæ. Vísir/Vilhelm Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024. Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024.
Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira