Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:28 Engin götulýsing er víða í Kópavogsbæ. Vísir/Vilhelm Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024. Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024.
Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira