„Gæsahúð, án gríns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. nóvember 2024 19:02 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/einar Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja. Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja.
Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira