Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2024 23:24 Það er mikill hiti fyrir norðan, sérstaklega á Akureyri. Vísir/Vilhelm Rétt eftir klukkan ellefu í kvöld mældist hitinn á Akureyri í 22,3 gráðum og það um miðjan nóvember. Klukkan tíu var talan 21,4 gráður, og klukkutíma áður einni gráðu lægri. „Já! Þetta stemmir. Þetta eru réttar mælingar. Veðrið er svona núna,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að veður sem þetta sé í raun ekkert einsdæmi, svona gerist um það bil einu sinni á hverjum vetri. „Það sem að gerist er að það er lægð hérna vestur af landi við strendur Grænlands sem dælir til okkar hlýju og röku lofti. Það í bland við ákveðinn vind, eins og erum með núna víðast hvar, þá fáum við þessi hnjúkaþeyráhrif. Þá kemur rakt loft að landinu sunnanverðu sem lyftist upp á Hálendið og þornar, sem þýðir að það hlýnar þegar það kemur niður hinum megin,“ útskýrir Eiríkur. Þegar blaðamaður náði tali af honum sagði hann að hitatalan væri að hækka, en það væri vegna þess að það væri að bæta í vindinn. „Vindurinn er lykilatriði í þessu. Ef það blæs ekki svona mikið þá dregst þetta loft ekki niður jafn glatt. Það er ekki nóg að fá hlýtt og rakt loft. Það þarf að vera vindur með því.“ Veður Akureyri Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Sjá meira
„Já! Þetta stemmir. Þetta eru réttar mælingar. Veðrið er svona núna,“ segir Eiríkur Örn Jóhannsson veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Hann segir að veður sem þetta sé í raun ekkert einsdæmi, svona gerist um það bil einu sinni á hverjum vetri. „Það sem að gerist er að það er lægð hérna vestur af landi við strendur Grænlands sem dælir til okkar hlýju og röku lofti. Það í bland við ákveðinn vind, eins og erum með núna víðast hvar, þá fáum við þessi hnjúkaþeyráhrif. Þá kemur rakt loft að landinu sunnanverðu sem lyftist upp á Hálendið og þornar, sem þýðir að það hlýnar þegar það kemur niður hinum megin,“ útskýrir Eiríkur. Þegar blaðamaður náði tali af honum sagði hann að hitatalan væri að hækka, en það væri vegna þess að það væri að bæta í vindinn. „Vindurinn er lykilatriði í þessu. Ef það blæs ekki svona mikið þá dregst þetta loft ekki niður jafn glatt. Það er ekki nóg að fá hlýtt og rakt loft. Það þarf að vera vindur með því.“
Veður Akureyri Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Sjá meira