Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 22:14 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05