Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 23:44 Halla Bergþóra segir fækkun lögreglumanna meðal annars koma niður á því hversu hratt mál eru afreidd. Vísir/Bjarni Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“ Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“
Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira