Ákærðir fyrir þaulskipulagða skotárás gegn feðginum á aðfangadag Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 13:45 Árásin átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir vegna skotárásar sem átti sér stað á aðfangadag, 24 desember, í fyrra. Einn þeirra er grunaður um að hafa framið sjálfa árásina og er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira