Ákærðir fyrir þaulskipulagða skotárás gegn feðginum á aðfangadag Jón Þór Stefánsson skrifar 23. apríl 2024 13:45 Árásin átti sér stað í Hafnarfirði á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir vegna skotárásar sem átti sér stað á aðfangadag, 24 desember, í fyrra. Einn þeirra er grunaður um að hafa framið sjálfa árásina og er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot. Hinir tveir eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotunum. Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Árásin átti sér stað í heimahúsi í Hvaleyrarholti í Hafnarfirði og miðað við það sem kemur fram í ákærunni var hún þaulskipulögð. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum, en RÚV greindi fyrst frá efni hennar. Manninum, sem er grunaður um að fremja árásina, er gefið að sök að hafa ráðist inn í húsið grímuklæddur, ásamt öðrum hinna mannanna. Þar voru þrír einstaklingar, meðal annars stúlka og faðir hennar. Í ákæru segir að maðurinn hafi skotið samtals sex skotum úr skammbyssu í átt að feðginunum. Fram kemur að þegar skothríðin hófst hafi stúlkan staðið fyrir framan dyr að svefnherbergi sínu, en faðir hennar þar inni við skrifborð. Hann hafi hins vegar staðið upp, gripið um dóttur sína, fært hana inn í herbergið og skýlt henni þangað til skothríðinni lauk. Skotin hæfðu ekki feðginin heldur enduðu víðs vegar um herbergið og íbúðina. Skammbyssan var af gerðinni Colt og gerð fyrir 45 kalíbera skot. Ákæruvaldið krefst upptöku á henni. Í ákærunni segir að með þessu hafi maðurinn á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Stúlkan hlaut áverka vegna þess að brak hafnaði í andliti hennar eftir að skot endaði á öðrum fleti. Föt til skiptanna, falskar númeraplötur og huldar myndavélar Öðrum sakborninganna er gefið að sök að hafa liðsinnt skotmanninum við undirbúning árásarinnar. Til að mynda greiddi hann þriðja manninum 80 þúsund krónur fyrir að aka með þá á vettvang, skilja farsíma sinn eftir og taka með föt til skiptanna. Þá er hann sagður hafa aðstoðað við að skipta um númaraplötur á bílnum sem þeir notuðu til að koma sér á og af vettvangi, en það var til að villa um fyrir lögreglu. Þessi annar maður er grunaður um að hafa ruðst inn á heimilið með skotmanninum og þar „veitt liðsinni með nærveru sinni“ á meðan hinn skaut. Þá er honum gefið að sök að fleygja fötum sínum og skotmannsins í ótilgreint vatn og hringja síðan í annan mann sem er ekki ákærður og beðið hann um far. Þar að auki er hann sagður hafa beðið enn annan mann sem er ekki ákærður um að hylja myndavél við ótilgreindan inngang svo það sæist ekki þegar þeir gengu inn í húsnæðið. Þriðji maðurinn, sem er sakaður um að aka bílnum, er sagður hafa tekið við áðurnefndum 80 þúsund krónum fyrir aksturinn. Í honum fólst að aka að öðrum bíl til að stela af honum númeraplötum, aka á vettvang og að skutla hinum sakborningunum af vettvangi. Að lokum er hann sagður hafa sett réttar númeraplötur aftur á bílinn og ekið í burtu. Sex miskabótakröfur hafa verið lagðar fram í málinu. Samanlagt hljóða þær upp á fjórtán milljónir króna. Sú hæsta kemur frá stúlkunni sem krefst 4,5 milljóna, faðirinn krefst 3,5 milljóna. Lægstu kröfurnar koma frá nágrönnum þeirra í fjölbýlishúsinu og hljóða upp á 400 þúsund. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira