Mikilvægt skref en megi gera betur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2024 20:00 Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður Öryrkjabandalagsins segir margt gott í frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra en enn megi gera betur. Vísir Öryrkjar munu hafa meira svigrúm til að afla sér tekna án þess að lífeyrir verði skertur nái frumvarp félagsmálaráðherra fram að ganga. Varaformaður ÖBÍ segir þetta mikilvægt skref en að gera megi betur. Meðal helstu breytinga er að komið verður á fót sjúkra- og endurhæfingargreiðslum fyrir þá sem þurfa á að halda vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests. Þær greiðslur verða jafn háar örorkulífeyri og geta varað í allt að fimm ár með möguleika á framlengingu um tvö. Bótaflokkarnir verða tveir: Annars vegar eru það þeir sem eru með minni en 25 prósent getu til virkni á vinnumarkaði og hins vegar þeir sem hafa virknigetu að 50 prósentum, sem hafa rétt til hlutaörorkubóta. Í báðum flokkum er sett 100 þúsund króna frítekjumark og aukalega 250 þúsund króna mark fyrir þá sem eru á hlutaörorku. Nú skerðist örorkulífeyrir um 65 aura fyrir hverja krónu sem fólk aflar sér til tekna. Þá verður veittur svokallaður virknistyrkur til þeirra sem eru á hlutaörorkulífeyri og í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra mælti fyrir frumvarpi um málið í marsmánuði og bindur vonir við að málið verði afgreitt í þinginu í vor. Hann segir verið að svara ákalli síðustu ára. „Að fólki sé til dæmis, eins og oft er nefnt, ekki refsað fyrir að vinna. Við erum bæði að hækka grunnbætur örorkulífeyrisþega þannig að þau se hafa bara tekjur frá ríkinu hækka. Við erum síðan að tryggja fyrir þau sem hafa einhverjar aðra tekjur upp fyrir hundrað þúsund krónur að þau geti gert það án þess að það fari að skerða það sem þau fá frá ríkinu,“ segir Guðmundur Ingi. Breytingarnar taka svo gildi 1. september 2025. Upprunalega áttu þær að taka gildi 1. janúar næstkomandi en var gildistöku frestað til að spara 10 milljarða króna, sem fara í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna. „Okkur þykir miður að peningar sem áttu að fara til örorkulífeyrisþega, fatlaðs fólks, séu nýttir á öðrum stað. Það er nægt fjármagn í landinu til að hægt sé að gera hvoru tveggja,“ segir Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður Öryrkjabandalagsins. Breytingarnar séu þó ákveðinn áfangasigur og hann fagnar einföldun kerfisins. Það þýði þó ekki að ekki sé hægt að gera enn betur. „ÖBÍ mun halda áfram að berjast fyrir því að þetta verði bætt áfram, að við séum ekki að fara að stoppa hérna,“ segir Bergþór. Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðamiklar breytingar gerðar á örorkulífeyriskerfinu Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör. 22. apríl 2024 11:42 Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01 Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 22. apríl 2024 08:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Meðal helstu breytinga er að komið verður á fót sjúkra- og endurhæfingargreiðslum fyrir þá sem þurfa á að halda vegna langvarandi eða alvarlegs heilsubrests. Þær greiðslur verða jafn háar örorkulífeyri og geta varað í allt að fimm ár með möguleika á framlengingu um tvö. Bótaflokkarnir verða tveir: Annars vegar eru það þeir sem eru með minni en 25 prósent getu til virkni á vinnumarkaði og hins vegar þeir sem hafa virknigetu að 50 prósentum, sem hafa rétt til hlutaörorkubóta. Í báðum flokkum er sett 100 þúsund króna frítekjumark og aukalega 250 þúsund króna mark fyrir þá sem eru á hlutaörorku. Nú skerðist örorkulífeyrir um 65 aura fyrir hverja krónu sem fólk aflar sér til tekna. Þá verður veittur svokallaður virknistyrkur til þeirra sem eru á hlutaörorkulífeyri og í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra mælti fyrir frumvarpi um málið í marsmánuði og bindur vonir við að málið verði afgreitt í þinginu í vor. Hann segir verið að svara ákalli síðustu ára. „Að fólki sé til dæmis, eins og oft er nefnt, ekki refsað fyrir að vinna. Við erum bæði að hækka grunnbætur örorkulífeyrisþega þannig að þau se hafa bara tekjur frá ríkinu hækka. Við erum síðan að tryggja fyrir þau sem hafa einhverjar aðra tekjur upp fyrir hundrað þúsund krónur að þau geti gert það án þess að það fari að skerða það sem þau fá frá ríkinu,“ segir Guðmundur Ingi. Breytingarnar taka svo gildi 1. september 2025. Upprunalega áttu þær að taka gildi 1. janúar næstkomandi en var gildistöku frestað til að spara 10 milljarða króna, sem fara í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna. „Okkur þykir miður að peningar sem áttu að fara til örorkulífeyrisþega, fatlaðs fólks, séu nýttir á öðrum stað. Það er nægt fjármagn í landinu til að hægt sé að gera hvoru tveggja,“ segir Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður Öryrkjabandalagsins. Breytingarnar séu þó ákveðinn áfangasigur og hann fagnar einföldun kerfisins. Það þýði þó ekki að ekki sé hægt að gera enn betur. „ÖBÍ mun halda áfram að berjast fyrir því að þetta verði bætt áfram, að við séum ekki að fara að stoppa hérna,“ segir Bergþór.
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Viðamiklar breytingar gerðar á örorkulífeyriskerfinu Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör. 22. apríl 2024 11:42 Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01 Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 22. apríl 2024 08:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Viðamiklar breytingar gerðar á örorkulífeyriskerfinu Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör. 22. apríl 2024 11:42
Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. 22. apríl 2024 10:01
Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 22. apríl 2024 08:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?