Frelsið til að vera ég Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2024 16:01 Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Hinsegin Málefni trans fólks Heilbrigðismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Ef það er einn hlutur sem ég ætti að nefna sem hefði getað bætt lífsgæði mín og hamingju sem barn og unglingur, þá væri það aðgangur að upplýsingum um trans fólk, og sá stuðningur og þjónusta sem transteymi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala veitir ungmennum nú. Í minni barnæsku var nefnilega aldrei talað um hinsegin málefni, og fékk ég engar upplýsingar né enga fræðslu um slíkt, hvorki í grunnskóla né framhaldsskóla. Það var heldur lítið sem ekkert talað um þessi málefni heima fyrir, þó svo að t.d. bæri á góma umræður um homma og lesbíur. Ég þurfti því að burðast með kynvitund sem samræmdist ekki þeirri sem mér var úthlutað við fæðingu frá því að ég man eftir mér, en það var öllum ljóst strax frá unga aldri að ég væri svo sannarlega ekki eins og strákarnir. Kyntjáning mín var alltaf óhefðbundin, og voru ein fyrstu uppnefni sem ég man eftir að vera kölluð „kelling“. Þegar var komið á kynþroska þá var því gjarnan hvíslað á skólagöngunum að ég væri örugglega hommi og fékk ég að heyra ýmsar sögur af því úr öllum áttum að ég væri komin út úr skápnum sem hommi, þrátt fyrir að hafa aldrei upplifað mig sem slíkan. Það hefði í rauninni verið mun auðveldara að vera bara hommi, en að koma út úr skápnum sem trans og það að vera trans manneskja í samfélaginu er ekki auðveld vegferð. En ég er ekki hommi, og hef aldrei upplifað mig á þann hátt. Ég sem unglingur vissi strax muninn á því hvernig ég upplifði kyn mitt, og hverjum það var sem ég laðaðist að og til hvers konar sambanda ég vildi stofna. Mér fannst það aldrei passa að vera strákur, hvað þá að vera strákur í sambandi með öðru fólki. En þrátt fyrir að hafa nær engan stuðning eða upplýsingar um trans málefni, þá tók ég samt mín fyrstu skref út úr skápnum sem trans rétt rúmlega 17 ára gömul, eða fyrir rúmum 15 árum síðan. Það var stærsta gæfuskref sem ég hef stigið á lífsleiðinni. Vinir og vandamenn hafa ætíð haft orð á því að ég umbreyttist í raun, þar sem ég fór úr því að vera feimin, óörugg manneskja sem hélt mig alltaf til baka, yfir í það að verða glaðlynd, hamingjusöm og virkur þátttakandi í félags- og fjölskyldulífi mínu. En það er ekki þar með sagt að ég sé alltaf rosalega hress sama hvað. Mér finnst alveg líka stundum erfitt að vakna á morgnanna og upplifi smá bugun í hinu daglega amstri. En ég get mun betur tekist á við lífið og þær áskoranir sem því fylgja eftir að ég tók þá ákvörðun að vera ég sjálf. Ég forðast ekki lengur spegla þegar ég fer fram úr, eða klæði mig í föt sem fela líkama minn gjörsamlega til að gera mig eins kynlausa og mögulegt er. Í dag er ég ánægð með bæði útlit mitt og hver ég er sem manneskja, og er stolt dóttir, systir, frænka og vinkona. Ég upplifi sterka samstöðu með öðrum konum, og þær með mér, og ég tek virkan þátt í jafnréttisbaráttu gegn ofbeldi og mismunun ýmissa hópa í samfélaginu. Ég lifi lífi sem er innihaldsríkt, og hef getað menntað mig og starfað við það sem mér þykir skemmtilegt og gagnlegt fyrir samfélagið. Ég á maka, gæludýr og hef gott fólk í kringum mig sem þykir vænt um mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þetta ættu ekki að vera forréttindi, heldur er þetta eitthvað sem við eigum öll rétt á að upplifa. Þess vegna er það mikilvægt að við stöndum öll á bakvið yngri kynslóðir og leyfum þeim að vera þau sjálf, í stað þess að kveða niður fjölbreytileika og bæla niður kynhneigð eða kynvitund barna og unglinga. Við eigum ekki að endurtaka mistök fyrri kynslóða þar sem hinseginleiki fólks var talinn óæskilegur og smitandi. Eitthvað sem fólk þurfti að skammast sín fyrir. Þvert á móti eigum við að fagna honum og leyfa fólki að blómstra, nákvæmlega eins og það er. Við eigum öll að hafa frelsi til að vera við sjálf, og eigum að hlusta á raddir og þarfir þeirra sem þurfa mest á stuðning að halda – þar með talið trans barna og unglinga. Því annars endurtökum við bara sömu mistökin og áður, okkur öllum til ógæfu. Höfundur var eitt sinn trans barn.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun