„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2024 14:20 Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra segir ljóst að foreldrar einhverfra barna þurfi aukinn stuðning. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“ Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“
Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira