Díana Dögg var á sínum stað í liði Zwickau, skoraði þrjú mörk úr sex skotum og gaf eina stoðsendingu.
Zwickau hefur ekki unnið nema tvo af síðustu tólf leikjum sínum og er aðeins einu stigi frá fallsæti. Sigrarnir komu gegn tveimur af þremur neðstu liðum deildarinnar.
Fimm umferðir eru eftir, næstu tveir leikir liðsins eru gegn Halle-Neustadt og Borussia Dortmund. Zwickau sigraði fyrri leiki tímabilsins gegn þeim liðum og á því enn góða von.
Hvernig sem fer mun Díana auðvitað ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Hún greindi nýlega frá því að hafa samið við Blomberg/Lippe fyrir næsta keppnistímabil. Þær eru í 4. sæti deildarinnar eins og er, og munu því mögulega taka þátt í Evrópudeildinni á næsta ári.