Laskað stýri, léleg vél og lekur bátur Sigurður Páll Jónsson skrifar 19. apríl 2024 22:01 Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mönnunarvandamál í brúnni á þjóðarskútunni fór í uppnám á dögunum þegar skipstjórinn stökk frá borði og hugðist stefna á þægilega innivinnu á Álftarnesi. Sennilega kemst skipstjóri þessi ekki í bókina, þrautgóðir á raunarstund. Eftir sat áhöfnin sem eftir töluvert “japl, jaml og fuður” endurraðaði í brúnna og í skipstjórastólinn settist sá sem hafði mesta reynslu sem skipstjóri á þjóðarskútunni, eða átta mánuði, eftir að skútan sigldi uppá sker eftir stutta siglingu haustið 2017. Skipstjóri þessi hefur haft þann sið undanfarið að skipta um stóla eftir því hvernig vindar blása á skútuna og trufla hans persónulega öryggi. Við sæti fjármála á feyginu tók dýralæknir sem aldrei hefur migið í saltann sjó en hafði áður sinnt samgönumálum og fært þau 25 ár aftur í tímann. Þar áður var hann reyndar skipstjóri á þjóðarskútunni í sex mánuði eftir að hafa hafa ásamt sínum flokk, rutt úr vegi þáverandi skipstjóra. Sá skipstjóri fiskaði vel og kom þjóðarskútunni á flot eftir gjaldþrot útgerðarinnar, nokkrum árum áður. Það lagðist illa í hinn forna flokk dýralæknisins sem kýs frekar að láta reka á reiðanum og fá að fljóta með öðrum en er samt alltaf besti vinur aðal. Þriðji stýrimaður er alltaf hálf sjóveikur enda vanari landvinnu frá fyrra starfi og er í raun fastur í því djobbi sem er formennska landverndar. Eftir samkomulag þessarar endurmönnunar í brúnni á skútunni okkar allra virðist þriðji stýrimaður hafa gleymt meginn inngangi samkomulagsins sem birtist nefnilega almenningi í grein frá honum þremur dögum eftir sáttmála endurmannaðra yfirmanna þjóðarskútunnar. Við matvælamálum tók ráðskona við af annari ráðskonu sem virðist ekki ætla að breyta matseðlinum mikið. Stór hluti áhanfnar skútunnar er þó spenntur yfir því hvort hvalkjöt, rengji og spik verði á matseðlinum.? En fyrri matráðskona tók þann rétt af matseðlinum. Íslenskt lambakjöt er á kostlista nýju ráðskonunnar en lennti í skrúfunni á leiðinni um borð og verður þá framreitt sem lambahakk. Fyrrverandi matráðskona tók við innviðamálum þjóðarskútunnar af dýralækninum og eru áhafnarmeðlimir hræddir um að þar eigi hlutirnir eftir að “í besta falli” standa í stað miðað við árangur viðkomandi ráðskonu í fyrri störfum. Já myndin er ekki björt sem greinarhöfundur dregur upp af yfirmönnum þjóðarskútunnar nýmönnuðu sem þarf eins fljótt og kostur er að fara í slipp til klössunnar og endurmönnunnar í brúnni. Þó þjóðarskútan sé í dag með laskað stýri og tógið í skrúfunni er skipið í grunninn frábært fley sem fært er í flestan sjó ef viðhaldi og endubótum er sinnt auk traustrar mönnunnar við stjórnvölinn. Höfundur er sjómaður og varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar