Fylgist með þessum í Bestu deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2024 08:00 Leikmenn sem vert verður að fylgjast með í sumar. vísir Keppni í Bestu deild kvenna í fótbolta hefst á morgun. En hvaða leikmönnum ætti fólk að fylgjast sérstaklega með í sumar? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að hafa auga með. Brynja Rán Knudsen, Þróttur Brynja spilaði sína fyrstu leiki með Þrótti sumarið 2022, þá aðeins fimmtán ára, og skoraði eitt mark í Bestu deildinni. Í fyrra voru leikirnir átta og þeim mun fjölga mikið í sumar enda verður Brynja að öllum líkindum í stóru hlutverki í liði Þróttar. Þessi feykilega efnilegi leikmaður hefur leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Valur Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Bríet Fjóla Bjarnadóttir er mjög efnilegur leikmaður sem er að koma upp hjá Þór/KA.Vísir/ÓskarÓ Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Þór/KA Mikla athygli vakti þegar Bríet kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar en hún spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark í Lengjubikarnum. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns á næstu árum. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik Hrafnhildur gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum í vetur. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Tindastóll Birgitta lék tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á hún eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Stjarnan Fanney Lísa er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Selma Sól Sigurjónsdóttir, FH Selma Sól skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, Víkingur Katla átti frábært sumar í marki Víkings í fyrra og sló í gegn. Hún er fædd 2006 og er einn af mörgum efnilegum markvörðum sem við eigum. Katla fær mikla eldskírn í sumar verður að eiga gott tímabil ef Víkingur ætlar að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Hún var hetja Víkings í vítakeppninni gegn Val í Meistarakeppni KSÍ á þriðjudaginn. Helga Guðrún Kristinsdóttir, Fylkir Helga Guðrún fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu í Lengjudeildinni. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Keflavík Hjá nýliðum Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar. Besta deild kvenna Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Brynja Rán Knudsen, Þróttur Brynja spilaði sína fyrstu leiki með Þrótti sumarið 2022, þá aðeins fimmtán ára, og skoraði eitt mark í Bestu deildinni. Í fyrra voru leikirnir átta og þeim mun fjölga mikið í sumar enda verður Brynja að öllum líkindum í stóru hlutverki í liði Þróttar. Þessi feykilega efnilegi leikmaður hefur leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Valur Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Bríet Fjóla Bjarnadóttir er mjög efnilegur leikmaður sem er að koma upp hjá Þór/KA.Vísir/ÓskarÓ Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Þór/KA Mikla athygli vakti þegar Bríet kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar en hún spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark í Lengjubikarnum. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns á næstu árum. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik Hrafnhildur gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum í vetur. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Tindastóll Birgitta lék tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á hún eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Stjarnan Fanney Lísa er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Selma Sól Sigurjónsdóttir, FH Selma Sól skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, Víkingur Katla átti frábært sumar í marki Víkings í fyrra og sló í gegn. Hún er fædd 2006 og er einn af mörgum efnilegum markvörðum sem við eigum. Katla fær mikla eldskírn í sumar verður að eiga gott tímabil ef Víkingur ætlar að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Hún var hetja Víkings í vítakeppninni gegn Val í Meistarakeppni KSÍ á þriðjudaginn. Helga Guðrún Kristinsdóttir, Fylkir Helga Guðrún fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu í Lengjudeildinni. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Keflavík Hjá nýliðum Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar.
Besta deild kvenna Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira