Fylgist með þessum í Bestu deildinni í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2024 08:00 Leikmenn sem vert verður að fylgjast með í sumar. vísir Keppni í Bestu deild kvenna í fótbolta hefst á morgun. En hvaða leikmönnum ætti fólk að fylgjast sérstaklega með í sumar? Vísir fer yfir tíu leikmenn sem fótboltaáhugafólk ætti að hafa auga með. Brynja Rán Knudsen, Þróttur Brynja spilaði sína fyrstu leiki með Þrótti sumarið 2022, þá aðeins fimmtán ára, og skoraði eitt mark í Bestu deildinni. Í fyrra voru leikirnir átta og þeim mun fjölga mikið í sumar enda verður Brynja að öllum líkindum í stóru hlutverki í liði Þróttar. Þessi feykilega efnilegi leikmaður hefur leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Valur Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Bríet Fjóla Bjarnadóttir er mjög efnilegur leikmaður sem er að koma upp hjá Þór/KA.Vísir/ÓskarÓ Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Þór/KA Mikla athygli vakti þegar Bríet kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar en hún spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark í Lengjubikarnum. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns á næstu árum. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik Hrafnhildur gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum í vetur. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Tindastóll Birgitta lék tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á hún eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Stjarnan Fanney Lísa er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Selma Sól Sigurjónsdóttir, FH Selma Sól skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, Víkingur Katla átti frábært sumar í marki Víkings í fyrra og sló í gegn. Hún er fædd 2006 og er einn af mörgum efnilegum markvörðum sem við eigum. Katla fær mikla eldskírn í sumar verður að eiga gott tímabil ef Víkingur ætlar að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Hún var hetja Víkings í vítakeppninni gegn Val í Meistarakeppni KSÍ á þriðjudaginn. Helga Guðrún Kristinsdóttir, Fylkir Helga Guðrún fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu í Lengjudeildinni. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Keflavík Hjá nýliðum Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar. Besta deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Brynja Rán Knudsen, Þróttur Brynja spilaði sína fyrstu leiki með Þrótti sumarið 2022, þá aðeins fimmtán ára, og skoraði eitt mark í Bestu deildinni. Í fyrra voru leikirnir átta og þeim mun fjölga mikið í sumar enda verður Brynja að öllum líkindum í stóru hlutverki í liði Þróttar. Þessi feykilega efnilegi leikmaður hefur leikið fjórtán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Valur Valur klófesti einn efnilegasta leikmann landsins þegar félagið fékk Ragnheiði frá Haukum í vetur. Hún er sextán ára framherji sem skoraði þrettán mörk í 2. deildinni í fyrra auk þriggja marka í tveimur bikarleikjum. Ragnheiður hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað fimm mörk. Er þarna komin fram ný Sara Björk Gunnarsdóttir eða Alexandra Jóhannsdóttir? Bríet Fjóla Bjarnadóttir er mjög efnilegur leikmaður sem er að koma upp hjá Þór/KA.Vísir/ÓskarÓ Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Þór/KA Mikla athygli vakti þegar Bríet kom inn á í 3-2 sigri Þórs/KA á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar í fyrra. Hún var þá aðeins þrettán ára. Þrátt fyrir að vera aðeins nýfermd má ætla að Bríet fái sín tækifæri með Þór/KA í sumar en hún spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark í Lengjubikarnum. Það verður afar áhugavert að fylgjast með framgangi þessa gríðarlega efnilega leikmanns á næstu árum. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Breiðablik Hrafnhildur gæti sprungið út hjá Breiðabliki í sumar. Þessi sautján ára miðjumaður fékk nasaþefinn af Blikaliðinu í fyrra og lék hverja einustu mínútu í Lengjubikarnum í vetur. Hrafnhildur fær væntanlega drjúgan spiltíma í sumar. Hún hefur leikið 32 leiki og skorað níu mörk fyrir yngri landslið Íslands. Birgitta Rún Finnbogadóttir, Tindastóll Birgitta lék tíu leiki í Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á hún eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Fanney Lísa Jóhannesdóttir, Stjarnan Fanney Lísa er einn allra efnilegasti leikmaður landsins. Þessi markheppni framherji er fæddur 2009 og á framtíðina fyrir sér. Fanney spilaði talsvert með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars eitt mark í Lengjubikarnum. Hún hefur skorað þrjú mörk í fimm leikjum fyrir yngri landslið Íslands. Selma Sól Sigurjónsdóttir, FH Selma Sól skoraði tólf mörk fyrir ÍH í 2. deildinni í fyrra eftir að hafa leikið með FH sumarið 2022. Hún er nú komin aftur til Fimleikafélagsins og spilaði alla leiki liðsins í Lengjubikarnum og skoraði þrjú mörk. Sólin hennar Selmu gæti skinið skært í sumar. Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, Víkingur Katla átti frábært sumar í marki Víkings í fyrra og sló í gegn. Hún er fædd 2006 og er einn af mörgum efnilegum markvörðum sem við eigum. Katla fær mikla eldskírn í sumar verður að eiga gott tímabil ef Víkingur ætlar að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Hún var hetja Víkings í vítakeppninni gegn Val í Meistarakeppni KSÍ á þriðjudaginn. Helga Guðrún Kristinsdóttir, Fylkir Helga Guðrún fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu í Lengjudeildinni. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, Keflavík Hjá nýliðum Keflavíkur eru nokkrir ungir og spennandi leikmenn, meðal annars miðjumaðurinn Sigurbjörg Diljá sem er fædd 2008. Hún lék fjóra af fimm leikjum Keflvíkinga í Lengjubikarnum og verður væntanlega í byrjunarliði þeirra í sumar.
Besta deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn