Traust og gagnsæi Halldór Auðar Svansson skrifar 19. apríl 2024 09:01 Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun