Grunnskóli á krossgötum Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 19. apríl 2024 08:00 Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Má segja að erindin sem lutu að grunnskólanum hafi verið tvö. Annars vegar erindi Ragnars Þórs Ragnarssonar grunnskólakennara í Norðlingaskóla, Menntun og mannvit á krossgötum: Um áhrif gervigreindar á skóla og samfélag. Hitt erindið sem Brynhildur Sigurðardóttir grunnskólakennari í Stapaskóla var með bar heitið; Skóli án landamæra. Bæði erindin voru afar áhugaverð og vöktu upp margar spurningar um þá vegferð sem grunnskólarninr okkar eru á. Í kjölfarið sátu Björn Guðlaugsson skólastjóri Laugarnesskóla, Hólmfríður Jennýar Árnadóttir menntunarfræðingur, Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari í Norðlingaskóla og Þóra Geirlaug grunnskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir svörum í pallborði. Víða var farið um málefni grunnskólans og ótal áhugaverðar vangaveltur og skoðanir litu dagsins ljós líkt og má sjá hér. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er mikil áhersla lögð á menntamál. Sem er afar mikilvægur þáttur hvers samfélags enda koma öll börn og unglingar á skólaskyldualdri saman í grunnskólum landsins, óháð félagslegum og menningarlegum aðstæðum eða atgervi og mikilvægt að gæta að félagslegu réttlæti og jöfnuði í hvívetna. Þar segir að mikilvægt sé að fagna fjölbreytileika skólasamfélagsins og vinna markvisst að því að brjóta niður staðalímyndir og kveða niður fordóma. Fjölbreytileiki og síbreytilegt samfélag þurfi að endurspeglast í námsefni, nálgunum og kennsluaðferðum. Með örum samfélagsbreytingum, tækniframförum og alþjóðavæðingu þarf að efla grunnmenntun barna og leggja áherslu á fræðslu sem styrkir sjálfsmynd þeirra og er þeim gott veganesti út í lífið. Þar segir einnig að allir nemendur eiga rétt á að læra móðurmál sitt. Það á líka við um börn sem eiga táknmál að móðurmáli, innflytjendur og börn þeirra sem þurfa bæði að njóta kennslu í móðurmáli sínu og íslensku. Enda var gestum ráðstefnunnar tíðrætt um mikilvægi tjáningar og hve stóru hlutverki tungumálið gegnir í inngildingu. Að okkar áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á fjölbreyttan og faglegan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er okkar skoðun sú að nú þurfi að stíga enn stærri skref í átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttari kennsluháttum og námsaðlögun. Við þurfum öll sem samfélag að lyfta menntun og þeim stofnunum sem henni sinna upp á hærri stall, meta störfin sem þar eru unnin að verðleikum og gera umhverfi þeirra og aðstöðu enn meira aðlaðandi. Stokka þarf upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, auka val nemenda og leggja aukna áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. Í slíkri uppstokkun þarf einnig að skýra ábyrgðarhlutverk allra sem að skólakerfi koma hvort sem um ræðir nemendur, kennara, foreldra og forráðamenn, stjórnvöld og svo mætti áfram telja. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu, og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. Í stefnu VG segir einnig að tryggja þurfi fjármagn til innleiðingar og framkvæmdar laga um farsæld barna sem og endurskoðun aðalnámskráa með tilliti til þess og breyttri samfélagsgerð. Með því bætum við hag barna sem þurfa á sértækri þjónustu að halda og eflum um leið skólastarf fyrir öll. Mæta þarf kröfum um aukna fræðslu í samfélagslegum áskorunum hverju sinni og gæta þess að kennarar og skólastjórnendur fái notið faglegs frelsis til að móta áherslur að þörfum nemenda. Þá er áríðandi að nemendur fái með lýðræðislegum hætti tækifæri til að hafa áhrif á mótun skólastarfsins. Menntamálin eru að okkar mati stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Þar er unnið með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun allra sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur öllum við. Við þurfum að taka samtalið um menntamál, eins og boðið var upp á á ráðstefnunni, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða séu málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks, svo mikið vitum við eftir margra ára störf í menntageiranum. Heimsfaraldurinn sýndi okkur að starfsþróun og aðlögunarhæfni er það sem einkennir skólafólk þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Starfsfólk skólanna býr yfir ógrynni þekkingar og reynslu sem þarf að nýta til að efla og bæta menntakerfið. Skólafólk er einhuga, það tekur stökkið fram á við og prófar ótalmargt, en nú er einmitt tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi, í samfélagi sem tekur sífelldum breytingum. Niðurstöður viðhorfskönnunar KÍ eru skýrar, ábyrgðina á því að skólastarf fylgi auknum kröfum samfélagsins um menntun er ekki einungis hægt að leggja á herðar skólafólks. Stjórnvöld, foreldrar og samfélagið allt þarf að styðja við það endurmat. Tryggja þarf að kennarar geti haft yfirsýn yfir sinn nemendahóp, bæði með náms- og félagslegar þarfir í huga, en jafnframt að stoðþjónusta sé fyrir hendi. Í þeirri grósku sem yrði til við endurskoðun á skólastarfi teljum við að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, grunnskólakennari, stjórnarkona í kjördæmisráði VG í Norðvesturkjördæmi og situr í flokksráði VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinstri græn Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Má segja að erindin sem lutu að grunnskólanum hafi verið tvö. Annars vegar erindi Ragnars Þórs Ragnarssonar grunnskólakennara í Norðlingaskóla, Menntun og mannvit á krossgötum: Um áhrif gervigreindar á skóla og samfélag. Hitt erindið sem Brynhildur Sigurðardóttir grunnskólakennari í Stapaskóla var með bar heitið; Skóli án landamæra. Bæði erindin voru afar áhugaverð og vöktu upp margar spurningar um þá vegferð sem grunnskólarninr okkar eru á. Í kjölfarið sátu Björn Guðlaugsson skólastjóri Laugarnesskóla, Hólmfríður Jennýar Árnadóttir menntunarfræðingur, Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari í Norðlingaskóla og Þóra Geirlaug grunnskólakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir svörum í pallborði. Víða var farið um málefni grunnskólans og ótal áhugaverðar vangaveltur og skoðanir litu dagsins ljós líkt og má sjá hér. Í stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er mikil áhersla lögð á menntamál. Sem er afar mikilvægur þáttur hvers samfélags enda koma öll börn og unglingar á skólaskyldualdri saman í grunnskólum landsins, óháð félagslegum og menningarlegum aðstæðum eða atgervi og mikilvægt að gæta að félagslegu réttlæti og jöfnuði í hvívetna. Þar segir að mikilvægt sé að fagna fjölbreytileika skólasamfélagsins og vinna markvisst að því að brjóta niður staðalímyndir og kveða niður fordóma. Fjölbreytileiki og síbreytilegt samfélag þurfi að endurspeglast í námsefni, nálgunum og kennsluaðferðum. Með örum samfélagsbreytingum, tækniframförum og alþjóðavæðingu þarf að efla grunnmenntun barna og leggja áherslu á fræðslu sem styrkir sjálfsmynd þeirra og er þeim gott veganesti út í lífið. Þar segir einnig að allir nemendur eiga rétt á að læra móðurmál sitt. Það á líka við um börn sem eiga táknmál að móðurmáli, innflytjendur og börn þeirra sem þurfa bæði að njóta kennslu í móðurmáli sínu og íslensku. Enda var gestum ráðstefnunnar tíðrætt um mikilvægi tjáningar og hve stóru hlutverki tungumálið gegnir í inngildingu. Að okkar áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á fjölbreyttan og faglegan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er okkar skoðun sú að nú þurfi að stíga enn stærri skref í átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttari kennsluháttum og námsaðlögun. Við þurfum öll sem samfélag að lyfta menntun og þeim stofnunum sem henni sinna upp á hærri stall, meta störfin sem þar eru unnin að verðleikum og gera umhverfi þeirra og aðstöðu enn meira aðlaðandi. Stokka þarf upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, auka val nemenda og leggja aukna áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. Í slíkri uppstokkun þarf einnig að skýra ábyrgðarhlutverk allra sem að skólakerfi koma hvort sem um ræðir nemendur, kennara, foreldra og forráðamenn, stjórnvöld og svo mætti áfram telja. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu, og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. Í stefnu VG segir einnig að tryggja þurfi fjármagn til innleiðingar og framkvæmdar laga um farsæld barna sem og endurskoðun aðalnámskráa með tilliti til þess og breyttri samfélagsgerð. Með því bætum við hag barna sem þurfa á sértækri þjónustu að halda og eflum um leið skólastarf fyrir öll. Mæta þarf kröfum um aukna fræðslu í samfélagslegum áskorunum hverju sinni og gæta þess að kennarar og skólastjórnendur fái notið faglegs frelsis til að móta áherslur að þörfum nemenda. Þá er áríðandi að nemendur fái með lýðræðislegum hætti tækifæri til að hafa áhrif á mótun skólastarfsins. Menntamálin eru að okkar mati stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Þar er unnið með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun allra sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur öllum við. Við þurfum að taka samtalið um menntamál, eins og boðið var upp á á ráðstefnunni, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða séu málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks, svo mikið vitum við eftir margra ára störf í menntageiranum. Heimsfaraldurinn sýndi okkur að starfsþróun og aðlögunarhæfni er það sem einkennir skólafólk þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Starfsfólk skólanna býr yfir ógrynni þekkingar og reynslu sem þarf að nýta til að efla og bæta menntakerfið. Skólafólk er einhuga, það tekur stökkið fram á við og prófar ótalmargt, en nú er einmitt tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi, í samfélagi sem tekur sífelldum breytingum. Niðurstöður viðhorfskönnunar KÍ eru skýrar, ábyrgðina á því að skólastarf fylgi auknum kröfum samfélagsins um menntun er ekki einungis hægt að leggja á herðar skólafólks. Stjórnvöld, foreldrar og samfélagið allt þarf að styðja við það endurmat. Tryggja þarf að kennarar geti haft yfirsýn yfir sinn nemendahóp, bæði með náms- og félagslegar þarfir í huga, en jafnframt að stoðþjónusta sé fyrir hendi. Í þeirri grósku sem yrði til við endurskoðun á skólastarfi teljum við að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, grunnskólakennari, stjórnarkona í kjördæmisráði VG í Norðvesturkjördæmi og situr í flokksráði VG
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun