Hvað viltu meira? „Góð aðventa með handbolta og skíðum“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 19. apríl 2024 07:00 Þórey Rósa vill að Íslendingar slái tvær flugur í einu höggi þegar EM kvenna í handbolta fer fram síðar á þessu ári. EPA-EFE/Beate Oma Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu. Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Í gær varð ljóst hvaða liðum Ísland mætir á Evrópumóti kvenna í handbolta sem hefst í lok nóvember. Spennan er mikil á meðal landsliðskvenna enda eru tólf ár síðan liðið komst síðan þangað. Þrír leikmenn Fram eru í landsliðinu en þær gátu misvel fylgst með drætti dagsins. Vísir og Stöð 2 ræddu við þær þrjár á æfingu Fram nú eftir að ljóst var með hvaða liðum Ísland yrði í riðli. Steinunn Björnsdóttir náði „aðeins að hlusta á þetta í eyrunum í umferðinni á leiðinni hingað upp eftir svo það var flott,“ enda með einn nýfæddan í bílnum. „Þetta var langdregið en ég var furðu róleg í dag, svo þegar maður byrjaði að fylgjast með þessu þá fór hjartað að slá og er enn aðeins að ná mér niður,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, sem sést vel stressuð á myndunum sem fylgja. Ísland dróst í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu. Þær þýsku eru líklega eitt sterkasta liðið úr öðrum styrkleikaflokki. Það hefði því getað dregist betur. Raunverulega er þetta á meðal verri riðla sem landsliðið hefði getað ímyndað sér, en stelpunar standa keikar. „Við verðum að vera hreinskilin, við hefðum alveg getað verið heppnari en við tökum þessu. Vissulega voru önnur lið þarna sem maður hefði frekar viljað mæta en þessum,“ sagði Steinunn. Hægt að slá tvær flugur í einu höggi Drátturinn snerist ekki einungis um andstæðinga heldur einnig staðsetningu. Ísland slapp við Debrecen í Ungverjalandi og Basel í Sviss. Stelpurnar eru sáttar að vera á leið til Innsbruck í Austurríki, það sem Þórey var að vonast eftir frekar en hitt: „Mér líst bara vel á það. Fyrir þá Íslendinga sem ætla að koma er hægt að taka skíðin með sér. Það er mikil skíðamenning hér á Íslandi svo ég trúi ekki öðru en allir flykkist til okkar,“ segir Steinunn. „Ég hvet fólk til að fara plana góða aðventu með handbolta og skíðum, blanda því saman. Íslendingar geta ekki beðið um meira,“ sagði Þórey Rósa jafnframt og glott við tönn. Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Um er að ræða fyrsta Evrópumótið í 12 ár en íslenska liðið var á HM í fyrra og munu yngri leikmenn njóta reynslunnar sem fékkst á því móti. „Við náðum náttúrulega að þjappa okkur vel saman, náðum mörgum vikum og myndi segja að við þekkjum hvor aðra betur og kunnum að spila betur saman þannig að það hjálpaði okkur helling,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir að endingu.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira