Liður í uppbyggingunni að fólk geti sest niður og unnið úr áfallinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2024 11:31 Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir ákveðin tímamót að safnskólar verði ekki fyrir grindvísk börn næsta vetur. Vísir/Arnar Á næsta skólaári munu leik- og grunnskólabörn úr Grindavík sækja skóla næst sínu heimili og safnskólar verða lagðir af. Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir um tímamót að ræða en Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“ Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Grindavíkurbær tilkynnti um þetta í gær Í kjölfar þess að bærinn var rýmdur undir lok síðasta árs voru stofnaðir safnskólar fyrir börnin úr bænum á fjórum stöðum. Fram kemur í tilkynningu bæjarins að með þessari ákvörðun vilji bæjarstjórn stuðla að stöðugleika í lífi barnanna og minnka álag á fjölskyldur. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forstjóri bæjarstjórnar Grindavíkur, segir þessa ákvörðun fela í sér augljósar breytingar fyrir nemendur, fjölskyldur og starfsfólk. Nú sé í undirbúningi aðgerðapakki með þeim tillögum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í gær. „Það eru markmið undir þeim sem grípa nemendur og fjölskyldur og starfsfólk. Við þurfum einhvern vegin að koma því frá okkur að við þurfum að halda í samfélagið og erum með leiðir fyrir nemendur til að hittast. Þetta er bara tímabundið, við erum ekki að leggja stofnanir niður heldur erum við að horfa til næsta skólaárs,“ segir Ásrún í samtali við fréttastofu. Á barnaþingi sem haldið var nýlega á vegum Umboðsmanns barna hafi grindvísk börn sjálf lagt til ýmsar leiðir fyrir þau til að hittast. Má þar nefna sumarbúðir fyrir börn frá Grindavík og félagsmiðstöð. „Það er líka verið að vinna út frá þeirra óskum. Við erum því miður líka að horfa til þess að það eru ekki allar fjölskyldur búnar að setjast niður og finna varanlegan stað. Það þarf að mæta því líka,“ segir Ásrún. „Þetta er stórt og viðamikið verkefni og við viljum fá aðstoð ríkisins við að grípa fólkið okkar.“ Það séu ákveðin tímamót að ákvörðun hafi verið tekin um að leggja safnskólana af. „Safnskólar eru ákveðið neyðarúrræði í náttúruhamförum og við vorum alltaf með þá von í brjósti að við gætum snúið heim fyrr. Við teljum það líka lið í uppbyggingunni að fólk setjist niður og fari að vinna úr áfallinu og geti stigið sterkara til baka og eyða þessari óvissu,“ segir Ásrún. „Það er líka mikil óvissa varðandi leikskólamálin, það er ekkert endilega útséð að grindvísk börn komist á leikskóla. Það eru biðlistar og við vitum bara til dæmis hvernig staðan er hérna í höfuðborginni. En það er verið að horfa til þess að gera einhverja samninga, vera kannski með einhverja fylgd og við þurfum svo bara að bregðast við þegar við vitum meira.“
Grindavík Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39 Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00 Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17. apríl 2024 16:39
Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. 12. apríl 2024 13:00
Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 11. apríl 2024 13:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?