Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 10:37 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ADHD-samtakanna í gær. Þar segir að biðlistar eftir greiningu og meðferð hafi meira en tvöfaldast á síðustu árum. „Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!“ segir í ályktuninni. Vilja rannsaka formanninn Samtökin skora einnig á Ölmu Möller landlækni að hefja ítarlega rannsókn á fullyrðingum frá Karli Reyni Einarssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, um óvandaðar og tilefnislausar ADHD-greiningar sálfræðinga og annarra geðlækna og óhóflegar lyfjaávísanir lækna vegna ADHD. „Slíkar dylgjur frá m.a. helsta talsmanni geðlækna á Íslandi, sem hingað til hefur ekki verið mótmælt opinberlega af einum einasta geðlækni, lækni eða sálfræðingi, hljóta að gefa tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu landlæknis, enda ber þessum starfsstéttum að vinna samkvæmt skýrum leiðbeiningum Embættis landlæknis um greiningu og meðferð vegna ADHD og ber embættið jafnframt eftirlitsskildu með starfsemi heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir Einarsson er formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Vegi að starfsheiðri kollega sinna Með órökstuddum fullyrðingum sínum hafi Karl Reynir vegið alvarlega að starfsheiðri sálfræðinga, geðlækna og lækna sem koma að þjónustu fólks með ADHD á Íslandi. „Málflutningur þessi hefur skapað mikið vantraust um verklag og vinnubrögð heilbrigðisstarfsfólks og á sama tíma stórskaðað málstað þeirra sem krefjast stórbættrar og sjálfsagðrar þjónustu hins opinbera fyrir fólk með ADHD. Landlæknir einn, getur og verður að bregðast við og endurvekja traust á þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, mættust í Pallborðinu hér á Vísi í nóvember á síðasta ári um ofgreiningu ADHD á Íslandi. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? ADHD Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ADHD-samtakanna í gær. Þar segir að biðlistar eftir greiningu og meðferð hafi meira en tvöfaldast á síðustu árum. „Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!“ segir í ályktuninni. Vilja rannsaka formanninn Samtökin skora einnig á Ölmu Möller landlækni að hefja ítarlega rannsókn á fullyrðingum frá Karli Reyni Einarssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, um óvandaðar og tilefnislausar ADHD-greiningar sálfræðinga og annarra geðlækna og óhóflegar lyfjaávísanir lækna vegna ADHD. „Slíkar dylgjur frá m.a. helsta talsmanni geðlækna á Íslandi, sem hingað til hefur ekki verið mótmælt opinberlega af einum einasta geðlækni, lækni eða sálfræðingi, hljóta að gefa tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu landlæknis, enda ber þessum starfsstéttum að vinna samkvæmt skýrum leiðbeiningum Embættis landlæknis um greiningu og meðferð vegna ADHD og ber embættið jafnframt eftirlitsskildu með starfsemi heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir Einarsson er formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Vegi að starfsheiðri kollega sinna Með órökstuddum fullyrðingum sínum hafi Karl Reynir vegið alvarlega að starfsheiðri sálfræðinga, geðlækna og lækna sem koma að þjónustu fólks með ADHD á Íslandi. „Málflutningur þessi hefur skapað mikið vantraust um verklag og vinnubrögð heilbrigðisstarfsfólks og á sama tíma stórskaðað málstað þeirra sem krefjast stórbættrar og sjálfsagðrar þjónustu hins opinbera fyrir fólk með ADHD. Landlæknir einn, getur og verður að bregðast við og endurvekja traust á þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, mættust í Pallborðinu hér á Vísi í nóvember á síðasta ári um ofgreiningu ADHD á Íslandi. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD?
ADHD Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira