FÍB vill að Neytendastofa grípi til aðgerða vegna ófremdarástands í bílastæðamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. apríl 2024 08:29 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda fer fram á það við Neytendastofu að gripið verði til aðgerða vegna þess sem félagið kallar ófremdarástand við gjaldtöku á bílastæðum hér á landi. FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings. Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings.
Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira