Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 18:59 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardags í apríl árið 2021 í Reykjavík, ráðist vopnaður sveðju, hníf og úðavopni að manni, slegið og skorið hann með sveðjunni í höfuðið og á aftanverðan háls. Eftir að maðurinn náði sveðjunni af honum spreyjað úr úðavopninu á hann og ógnað honum með hnífnum, með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentimetra langan skurð ofanvert vinstra megin á höfði, sem náði niður að höfuðkúpu og fimm sentimetra skurð á aftanverðum hálsi, sem náði inn í vöðvalag. Við fyrirtöku málsins hafi ákæruvaldið hins vegar fallið frá þeim hluta ákærunnar sem sneri að beitingu úðavopns. Að þeim lið felldum brott hafi maðurinn játað þá háttsemi sem honum var gefin að sök og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa, sem yrði skilorðsbundin að öllu leyti. Langt um liðið og ungur að aldri Í dómi héraðsdóms segir með játningu mannsins hafi verið sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi háttsemin verið rétt heimfærð til ákvæðis hegningarlaga um sérstaklega hættulega líkamsárás. Maðurinn hafi þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, árið 2022. Brot mannsins hafi verið framið fyrir uppkvaðningu þess dóms og því yrði honum dæmdur hegningarauki. Við ákvörðun refsingar yrði litið til grófleika árásarinnar og afleiðinga hennar. Árásin hafi verið fólskuleg og beinst að höfði brotaþola. Til mildunar refsingar yrði hins vegar litið til ungs aldurs mannsins og þess að þrjú ár eru liðin frá árásinni, án þess að honum yrði kennt um drátt á málinu. Refsing hans þyki hæfilega ákveðin tólf mánaða fangelsis, en með hliðsjón af aldri mannsins og drátti á málinu þyki rétt að skilorðsbinda hana til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 700 þúsund Í dóminum segir að fyrir höd brotaþola hafi verið gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna auk ótilgreindra skaðabóta. Dómurinn taldi miskabætur hæfilega ákveðnar 700 þúsund krónur og vísaði skaðabótakröfu frá dómi þar sem hún uppfyllti ekki áskilnað laga um meðferð einkamála um tilgreiningu fjárhæðar kröfu. Loks var manninum gert að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 260 þúsund krónur, þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, 190 þúsund krónur, og 75 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira