Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 16:51 Það sem eitt sinn var stórt og virðulegt hús við Kirkjusand er nú rústir einar. Vísir/Vilhelm Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári. Ferlið er flókið að því leyti að mikið er um ýmiskonar efni sem þarf að flokka rétt. Vísir/Vilhelm Í samtali við fréttastofu segir Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Nú sé verið að taka allt innan úr húsinu auk þess að fjarlægja þakið. Nú erum við í raun að tæta allt niður nema steypu. „Vonandi eftir viku eða tvær vikur er hægt að fara í að klippa húsið niður. Það tekur nokkra mánuði, tvo plús.“ Andrés segir verkið flókið að því leitinu að mikið sé um allskonar efni sem þurfi að flokka rétt. Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók er ferlið vel á veg komið. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Um sex manns vinna nú að því að rífa húsið. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Þessa dagana er unnið að því að „tæta allt niður nema steypu,“ eins og Andrés orðar það.Vísir/Vilhelm Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“ „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. 13. janúar 2022 07:00 Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. 18. mars 2023 11:16 Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi. 7. september 2022 19:46 Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári. Ferlið er flókið að því leyti að mikið er um ýmiskonar efni sem þarf að flokka rétt. Vísir/Vilhelm Í samtali við fréttastofu segir Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Nú sé verið að taka allt innan úr húsinu auk þess að fjarlægja þakið. Nú erum við í raun að tæta allt niður nema steypu. „Vonandi eftir viku eða tvær vikur er hægt að fara í að klippa húsið niður. Það tekur nokkra mánuði, tvo plús.“ Andrés segir verkið flókið að því leitinu að mikið sé um allskonar efni sem þurfi að flokka rétt. Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis tók er ferlið vel á veg komið. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Um sex manns vinna nú að því að rífa húsið. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Þessa dagana er unnið að því að „tæta allt niður nema steypu,“ eins og Andrés orðar það.Vísir/Vilhelm
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“ „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. 13. janúar 2022 07:00 Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. 18. mars 2023 11:16 Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi. 7. september 2022 19:46 Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“ „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. 13. janúar 2022 07:00
Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík. 18. mars 2023 11:16
Mikill áhugi á nýju skipulagi við Kirkjusand Unnið er að breytingum á deiliskipulagi fyrir Kirkjusandslóðina sem felur í sér að byggð verða fimm hús með um 220 íbúðum. Nágrannar hafa nokkrar áhyggjur af byggingarmagninu en skipuleggjendur segja áformin mun betri en gert var ráð fyrir í gildandi skipulagi. 7. september 2022 19:46
Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. 11. febrúar 2021 07:53