1.500 undirskriftir fyrir forseta Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson skrifa 16. apríl 2024 11:00 Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Indriði Stefánsson Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Stjórnarskrá Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands segir skýrum stöfum að “forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000”. Þó nokkuð hefur verið kvartað yfir því hversu fáar undirskriftir þarf til þess að leggja fram löglegt framboð, þar sem nú búi mun fleiri á Íslandi en þegar stjórnarskráin var upphaflega samþykkt með þessum fjölda meðmæla. Hér er hins vegar ætlunin að vekja athygli á mun alvarlegra máli varðandi þessi meðmæli því í reglugerð um framkvæmd forsetakosninga er skilyrðinu “hver kjósandi getur einungis mælt með einu framboði við sömu kosningar” bætt við. Hvernig getur staðið á því að réttur fólks til forsetaframboðs samkvæmt stjórnarskrá er skertur í einhverri reglugerð sem dómsmálaráðherra setur? Skoðum þetta betur og tökum annað dæmi úr kosningalögum. Samkvæmt stjórnarskrá er hver íslenskur ríkisborgari með kosningarétt sem er 18 ára eða eldri og með lögheimili á Íslandi. Það þarf allt þrennt, aldur, ríkisborgararétt og lögheimili. Samt er tiltekið í kosningalögum að ríkisborgari getur haldið kosningarétti á Íslandi í allt að 16 ár eftir að viðkomandi hættir að vera með lögheimili á Íslandi, og lengur en það ef viðkomandi “kærir sig inn á kjörskrá”, eins og það er oft orðað. Í þessu tilfelli er ekki verið að þrengja kosningarétt fólks eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá, það er verið að veita meiri rétt en fram kemur í stjórnarskrá. Stjórnarskráin veitir fólki ákveðin lágmarksréttindi en löggjafanum er heimilt að útvíkka þau réttindi. Alþingi mætti hins vegar ekki takmarka þessi réttindi og segja til dæmis að kosningaréttur takmarkist við 20 ára og eldri og 67 ára og yngri, eða eitthvað slíkt. Það væri brot á stjórnarskrárbundnum réttindum. Sama á við forsetaefni. Þau skulu hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Að bæta við auka skilyrði um að enginn þeirra 1500 kosningabærra manna megi hafa gefið einhverjum öðrum meðmæli sín er skerðing á réttindum, bæði forsetaefna og fólks sem vill mæla með forsetaefnum. Sami réttur og skilyrði eiga hins vegar ekki við um kosningar til alþingis og sveitarstjórna. Stjórnarskráin veitir mun meira svigrúm fyrir löggjafann til þess að setja skilyrði um þær kosningar. Þar er ekkert um fjölda meðmæla, sem dæmi. Það er því sagt skýrt í lögum að hverjum framboðslista til alþingis- og sveitarstjórnakosninga skuli fylgja meðmælalisti þar sem “sami kjósandi [má] ekki mæla með fleiri en einum lista við sömu kosningar”. Þarna er ekki um neitt stjórnarskrárbrot að ræða, enda ekkert ákvæði um meðmælendur fyrir framboð til alþingis eða sveitarstjórna. Í kosningalögum er reynt að útfæra þessi sömu skilyrði fyrir forsetakosningar. Þar er tilgreint hvert og hvenær eigi að skilja tilskildum fjölda meðmæla og að um söfnun þeirra og meðferð gildi sömu reglur og eigi við um alþingis- og sveitarstjórnarkosningar, “sbr. 2. mgr. 41. gr.” laganna. Þessi 41. gr. laganna er framangreind reglugerðarheimild. Það sem er áhugavert við það er að 2. mgr. 41. gr. kosningalaga nær ekki til heimildarinnar um að takmarka megi meðmæli við bara einn lista eða frambjóðenda. Samt er sú takmörkun sett í reglugerð. Ef við reynum að einfalda þetta aðeins, því það er flókið að rekja saman stjórnarskrá, margar lagagreinar og reglugerðir, þá er staðan sú að meðmælendum forsetaefna er bannað að skrifa undir hjá fleiri en einum frambjóðanda. Hvergi er heimild fyrir því að leggja á slíkt bann í lögum eða stjórnarskrá. Þvert á móti virðist það vera svo að þetta bann brjóti einmitt á réttindum fólks til þess að bjóða sig fram til forseta og rétti fólks til þess að veita forsetaframbjóðendum meðmæli sín. Hér skiptir ekki máli hversu sammála fólk er því að hafa þessar takmarkanir. Það getur vel verið góð hugmynd að takmarka fjölda meðmæla frá hverjum kjósanda við einn frambjóðanda eins og það er að hafa eitthvað sérstakt hámark eða lágmark meðmæla. En það verður að vera lagaheimild fyrir þessum takmörkunum. Þær eru skýrar fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar en í tilfelli forsetaframboðs virðist vera að reglugerðin sem dómsmálaráðherra setti brjóti í bága við stjórnarskrá. Ef svo er, hvaða afleiðingar getur það haft fyrir komandi forsetakosningar? Björn Leví Gunnarsson og Indriði Ingi Stefánsson.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun