Líknardeild Landspítala 25 ára Ólöf Ásdís Ólafsdóttir og Arna Dögg Einarsdóttir skrifa 16. apríl 2024 10:31 Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun