Virkjum félagsauð Fjarðabyggðar Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir skrifa 15. apríl 2024 11:31 Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun