Virkjum félagsauð Fjarðabyggðar Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir skrifa 15. apríl 2024 11:31 Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka. Það felur í sér sannfæringu að nýjum verkefnum og hröðum samfélagbreytingum sé best mætt með samvinnu og virkja þekkingu og frumkvæði heimamanna. Sem þýðir að styrkurinn felist í fjölbreytni, hvort sem er margbreytni ólíks bakgrunns, tungumáls eða mismunandi byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Nýr meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð hefur kynnt málefnasamning þar sem áhersla er á lífsgæði, gagnsæi, sýnileika og samtal. Þar er meðal annars kveðið á um eftirfarandi: Nýr meirihluti leggur áherslu á opna stjórnsýslu með aukinni upplýsingagjöf og eftirfylgni erinda. Innleidd verða fyrstu skref opins bókhalds sveitarfélagsins sem gefur íbúum kost á því að fylgjast með því í hvað fjármunirnir þeirra fara og hafa heildarsýn á rekstur sveitarfélagsins. Slíkt veitir einnig kjörnum fulltrúum og embættismönnum aukið aðhald. Aukið aðgengi að bæjarskrifstofunni og kjörnum fulltrúum veitir einnig aðhald, stuðlar að betra samtali og upplýstari ákvarðanatöku. Flokkarnir eru sammála um að auka sýnileik og reglulega viðtalstíma fulltrúa og bæjarstjóra í öllum byggðakjörnum. Að auki verða í boði í byggðarkjörnum viðtalstímar sviðsstjóra sveitarfélagsins. Auka á samvinnu og samstarf við ungmenna- og öldungaráð sveitarfélagsins í tengslum við vinnu nefnda. Að hlusta er ein undirstaða íbúalýðræðis. Þá ætlar sveitarfélagið að hefja að nýju móttöku nýrra íbúa og kynningu á þjónustu. Virkjun félagsauðs Fjarðabyggðar kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Þar á enginn að vera undanskilinn. Um 1.200 íbúar Fjarðabyggðar eru innflytjendur af fyrstu og annarri kynslóð og því lætur nærri að fjórði hver íbúi sé af erlendu bergi brotinn. Þessi hópur er ómissandi þáttur samfélagsins, ekki síst í uppbyggingu atvinnulífs. Fjölmargir íbúar hafa erlent móðurmál og eru ekki nægilega upplýstir um virkni og hlutverk sveitarstjórnarstigsins á Íslandi. Hvaða málaflokkar tilheyra ríkinu og hverjir sveitarfélaginu. Því verður ráðist í átak til að efla upplýsingagjöf íbúa af erlendum uppruna um þjónustu sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður stofnað Fjölmenningarráð sem verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með íbúum af erlendum uppruna. Mun ráðið funda reglulega með bæjarstjóra og bæjarráði. Væntingar okkar eru að fjölmenningarráðið auki gagnsæi, sýnileika og samtal. Málefnasamningur meirihlutans Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks felur í sér mikinn metnað næstu tvö ár fram að sveitarstjórnarkosningum. Mikilvægur þáttur þar er virkjum félagauðs sveitarfélagsins. Þannig gerum við betur í Fjarðabyggð. Virkjun félagauðs kallar á eflingu lýðræðislegrar vitundar allra íbúa. Nærri fjórði hver íbúi Fjarðabyggðar er af af erlendum uppruna. Nýtt fjölmenningarráð verður samráðsvettvangur bæjaryfirvalda með þeim. Höfundar eru bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun