Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson í samtali við Vísi. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um leitina eða umfang hennar og vísaði til lögreglunnar á Vesturlandi sem annast leitina.
Ekki hefur náðst í lögregluna á Vesturlandi við vinnslu fréttarinnar.
Uppfært kl. 23:48:
Ásmundur Kristinn Ásmundsson staðfestir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi fundist heill á húfi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið afturkölluð að lokum.