Harðari orðræða um útlendinga stilli VG upp við vegg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. apríl 2024 20:05 Frá kynningu nýrrar ríkisstjórnar í Hörpu. vísir/vilhelm Harðari orðræða formanns Sjálfstæðisflokksins í garð útlendinga, sér í lagi hælisleitenda, stillir Vinstri grænum upp við vegg. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor að loknum opnum fundi Sjálfstæðisflokksins í kjölfar hrókeringa innan ríkisstjórnar. Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Í þeim hrókeringum situr Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins uppi sem forsætisráðherra. Á fundinum í dag lagði hann mikla áherslu á útlendingamálin og boðar raunsæja stefnu og harðari reglur. Eiríkur ræddi þessi mál í kvöldfréttum Stöðar 2. „Við erum á leiðinni inn í kosningar, hvort sem stjórnin lifir út kjörtímabilið eða það slitni upp úr þessu fyrr. Það er að minnsta kosti kosningabragur að færast yfir alla pólitíkina í landinu.“ Ómögulegt sé að segja til um hvort ríkisstjórnin lifi út kjörtímabil. „Hvernig Vinstri grænir muni finna sig í samstarfinu undir nýrri forystu verður bara að koma í ljós. Það er líklegt að það komi upp mál sem reynast erfið. Það kannski þarf minna að koma upp, eftir því sem lengra dregur, til að valda vandræðum.“ Eftirtektarverð orðræða Bjarni lagði eins og áður segir mikla áherslu á útlendingamál. Eiríkur segir formanninn hafa fært flokkinn markvisst í átt að harðari orðræðu í garð innflytjenda, sér í lagi hælisleitenda. „Hann virðist líta svo á að þetta sé stórt mál í stjórnmálum dagsins. Það hefur að vísu ekki verið mikil umræða undanfarið, nokkuð meiri fyrir einhverjum mánuðum síðan. En þetta er mjög eftirtektarvert og setur Vinstri græna upp við vegg, myndi ég halda,“ segir Eiríkur Bergmann. Hægrimenn ánægðir með útspil Katrínar Um 36 þúsund manns hafa nú skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem skiptingu Bjarna í forsætisráðuneytið er mótmælt. Eiríkur var spurður hvort leið Katrínar úr stjórnmálunum geti haft áhrif á gengi hennar í komandi forsetakosningum. „Ég hugsa að það geti haft áhrif. Það eru allaveg tvær hliðar á þessu máli. Önnur er sú að fylgisfólk hennar vinstra megin, sér í lagi Vinstri grænum, kann að vera ósátt við það að hún hafi leitt, þann sem er hefðbundinn höfuðandstæðingur flokksins, til forsætis í landinu. Það gæti skaðað hana þeim megin. Á hinn bóginn sækir hún verulegt fylgi til hægri vængsins og til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þeir hljóta að vera ánægðir með þetta.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hælisleitendur Innflytjendamál Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30 „Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Vill raunsærri stefnu í útlendingamálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mikilvægt að taka stjórn á landamærum Íslands. Hann ætlar að leggja áherslu á útlendingamálin út kjörtímabilið og boðar raunsæja stefnu í þeim og harðari reglur. 13. apríl 2024 18:30
„Minn tími er ekki búinn“ Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segist sannarlega hafa fengið sinn skerf af skoðunum frá sjálfskipuðum sérfræðingum. Hann reyni að láta þær ekki trufla sig og í mörg ár hafi rödd innra með honum sagt að „hans tími væri ekki búinn.“ Þó sé mikilvægt að svara fyrir sig á málefnalegum nótum en ekki með sleggjudómum eða netárásum. 13. apríl 2024 12:30
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“