Slökkviliðið lauk störfum nú á áttunda tímanum í kvöld. Davíð Friðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn hafi verið bundinn við hjólið en reykurinn hafi verið mikill.
Eld í rafhlaupahjólum segir Davíð merki um að tekið sé að vora. Þegar kviknar í rafhlaupahjólum tengist það almennt hleðslu. Því segir Davíð að slökkviliðið brýni fyrir eigendum þeirra að hlaða ekki hjólin á nóttunni og ekki inni á heimilum.
