Skipuleggur þú tímann þinn? Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 12. apríl 2024 13:00 Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum. Þá spyr maður sig hvernig er ég að eyða tíma mínum? Hvernig vil ég nýta tímann í fullkomnum heimi? Hvernig get ég nýtt tímann núna og í framtíðinni? Hér koma nokkur ráð sem ég nota persónulega til að nýta tímann minn sem best!! 1. Vera með skýran ásetning í því hvernig ég vil nýta daginn minn. Það getur verið mismunandi eftir tímabilum. - a. Stundum er ég í vinnu tímabili og þá er ég að forgangsraða því að vinna sem mest. - b. Stundum er ég í æfingatímabili og þá set ég meiri tíma í æfingar. - c. Stundum er það slökun og frí, sem er líka mjög mikilvægt!! 2. Reyni að forðast hluti sem munu skaða mig í framtíðinni og leggja áherslu á að gera frekar hluti sem munu gagnast mér í framtíðinni. - a. Ég reyni að forðast áfengi og slík efni alla virka daga og oft um helgar líka ef ég er að keppa eða vinna. Því það hefur slæm áhrif á svefn, lundarfar, líðan og orku daginn eftir. Ég vil vera í topp standi næstum alla daga. - b. Sé til þess að hreyfa mig á hverjum degi því mér líður svo vel eftir á og það hjálpar mér að halda mér í formi. - c. Legg mig fram við að hafa sambönd og samskipti við fólk góð. Byggi ég það á því að segja sannleikann og vera hreinskilinn. Það getur oft verið mjög erfitt. 3. Skoða dagatalið mitt með þennan ásetning ☝️ . 4. Set upp hvern dag kvöldið áður og skipulegg vikuna vel fram í tímann. 5. Er grimmur í því að segja nei við hlutum sem hjálpa mér ekki að ná markmiðum mínum. 6. En síðan já við öllum hinum hlutunum sem koma mér nær því. - a. Eins og æfingar, vinna, sund með vinum, matur með vinum og fjölskyldu og fleira. 7. Smá mikilvægt lokaráð í lokin. - a. Fer yfir skjá tíma í símanum mínum og sé hversu mikið ég er að eyða í samfélagsmiðla og fleira. Reyni að vera mjög meðvitaður um hversu mikill tími fer í tilganslaust áhorf á líf annara sem kemur mér ekkert við. 🤪 - b. Ef það gerist þá stoppa í strax og beini athygli minni að næsta verkefni. Vona að þessi ráð hjálpi ykkur inn í helgina að nýta tímann rétt, það mun láta ykkur líða betur við það að njóta líðandi stundar. Góða helgi. Magnús Jóhann Hjartarson, BS – Sálfræði, Einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum. Þá spyr maður sig hvernig er ég að eyða tíma mínum? Hvernig vil ég nýta tímann í fullkomnum heimi? Hvernig get ég nýtt tímann núna og í framtíðinni? Hér koma nokkur ráð sem ég nota persónulega til að nýta tímann minn sem best!! 1. Vera með skýran ásetning í því hvernig ég vil nýta daginn minn. Það getur verið mismunandi eftir tímabilum. - a. Stundum er ég í vinnu tímabili og þá er ég að forgangsraða því að vinna sem mest. - b. Stundum er ég í æfingatímabili og þá set ég meiri tíma í æfingar. - c. Stundum er það slökun og frí, sem er líka mjög mikilvægt!! 2. Reyni að forðast hluti sem munu skaða mig í framtíðinni og leggja áherslu á að gera frekar hluti sem munu gagnast mér í framtíðinni. - a. Ég reyni að forðast áfengi og slík efni alla virka daga og oft um helgar líka ef ég er að keppa eða vinna. Því það hefur slæm áhrif á svefn, lundarfar, líðan og orku daginn eftir. Ég vil vera í topp standi næstum alla daga. - b. Sé til þess að hreyfa mig á hverjum degi því mér líður svo vel eftir á og það hjálpar mér að halda mér í formi. - c. Legg mig fram við að hafa sambönd og samskipti við fólk góð. Byggi ég það á því að segja sannleikann og vera hreinskilinn. Það getur oft verið mjög erfitt. 3. Skoða dagatalið mitt með þennan ásetning ☝️ . 4. Set upp hvern dag kvöldið áður og skipulegg vikuna vel fram í tímann. 5. Er grimmur í því að segja nei við hlutum sem hjálpa mér ekki að ná markmiðum mínum. 6. En síðan já við öllum hinum hlutunum sem koma mér nær því. - a. Eins og æfingar, vinna, sund með vinum, matur með vinum og fjölskyldu og fleira. 7. Smá mikilvægt lokaráð í lokin. - a. Fer yfir skjá tíma í símanum mínum og sé hversu mikið ég er að eyða í samfélagsmiðla og fleira. Reyni að vera mjög meðvitaður um hversu mikill tími fer í tilganslaust áhorf á líf annara sem kemur mér ekkert við. 🤪 - b. Ef það gerist þá stoppa í strax og beini athygli minni að næsta verkefni. Vona að þessi ráð hjálpi ykkur inn í helgina að nýta tímann rétt, það mun láta ykkur líða betur við það að njóta líðandi stundar. Góða helgi. Magnús Jóhann Hjartarson, BS – Sálfræði, Einkaþjálfari.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar