Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að hann hafi snemma fengið áhuga á ljósmyndun og akstursíþróttum og meðal annars keppt í rallakstri og torfæru, bæði hérlendis og erlendis.
Gunnlaugur gaf um tíma út tímaritið 3T þar sem fjallað var um tæki, útivist og tómstundir. Einnig starfaði hann einnig fyrir SAM-útgáfuna sem gaf út Samúel og Vikuna og þá skrifaði hann um akstursíþróttir í Morgunblaðið, auk þess að taka ljósmyndir.
Þá var Gunnlaugur frumkvöðull í umfjöllun um Formúluna hér á landi, hóf að stýra þáttum um íþróttina í Ríkissjónvarpinu árið 1997, þar sem hann lýsti keppnum í beinni útsendingu og tók viðtök við helstu stjörnur íþróttarinnar.
Síðar lýsti hann keppnum og stýrði þáttum um Formúluna á Stöð 2, auk þess að sinna þar umfjöllun um fleiri akstursíþróttir.