Þjóðinni ógnað. Guð blessi Ísland Ástþór Magnússon skrifar 11. apríl 2024 15:30 Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrir 28 árum kom ég fram með hugmyndafræðina að virkja embætti forseta Íslands til friðar- og lýðræðismála og gaf út bókina Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsins. Sérfræðingar sögðu forseta ekki hafa málsskotsrétt Þá talaði ég fyrir því að vísa umdeildum málum í þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisfjölmiðlarnir tefldu fram sérfræðingum úr háskólasamfélaginu sem sögðu mig fara með hreina fjarstæðu. Þetta væri ekki hægt, engin hefð fyrir því og forseti hefði ekki þessi völd. Sannarlega var þetta hægt eins og í ljós kom þegar forseti Íslands vísaði Icesave málum til þjóðarinnar. Þjóðinn missir sinn öryggisventil Forsetinn á að standa vaktina á Bessastöðum sem óhlutdrægur fulltrúi þjóðarinnar og gæta þess að stjórnmálaöflin geti ekki spilað með og vanvirt lýðræðið. Með því að velja forseta úr stjórnarráðinu missir þjóðin sinn öryggisventil á Bessastöðum. Herlaus vagga lýðræðis Kjarninn í boðskapnum að Virkja Bessastaði er að embætti forseta Íslands gerist alþjóðlegur boðberi friðar. Að Ísland skapi sér hlutverk sem alþjóðlegt friðarríki, herlaus vagga lýðræðis í heiminum. Sagan af alþingisfundi forfeðra okkar árið 1000 á þingvöllum, lýsir einstöku umburðarlyndi og virðingu fyrir mannréttindum sem er kjarninn í friðsælu samfélagi. Ég hef stundum sagt að þessi boðskapur sé eins mikilvægur og jólaguðspjallið fyrir mannkynið. Þetta er okkar grunnur og við eigum taka frumkvæði í því að leiða heiminn til friðar. Stríðsæsingur leiðir til árásar á Ísland Fyrir átta árum í kosningasjónvarpi RÚV varaði ég sterklega við því að stríð myndi brjótast út milli Íslands og Rússlands yrði ekki gripið í taumana. Nú er sú styrjöld hafin og búið að loka Íslenska sendiráðinu í Moskvu. Stjórnvöld hafa gengið enn lengra með vopnakaupum og vopnaflutningum og mannfallið eykst. Ekki hefur frá Íslandi komið eitt orð, ekki eitt einasta orð, ekki einn einasti fundur, ekki eitt einasta símtal til friðar. Stríðsæsingurinn er slíkur að aðeins er tímaspursmál hvenær verður ráðist á okkur. Aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum Framtíð okkar veltur á þér. Það eru aðeins tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Stríð eða friður. Guð blessi Ísland. Á vefnum nuna.is er bókin Virkjum Bessastaði aðgengileg án endurgjalds. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar