Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 12:19 Frá Dalslaug í Úlfarsárdal. Dalslaug Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent