Afmælishátíð í skugga hamfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 19:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvatti Grindvíkinga áfram á afmælishátíð bæjarins í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir of stóran hóp Grindvíkinga í afar erfðiðri stöðu vegna húsnæðismála. Vísir/Arnar Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira