„Það fór betur en á horfðist,“ segir Þorsteinn, og bætir við að maðurinn hafi verið með meðvitund.
Þorsteinn tekur fram að vinna á vettvangi hafi gengið ágætlega.
Slökkviliðið var kallað út að byggingasvæði í Hafnarfirði klukkan 13:30 í dag. Maðurinn var síðan fluttur á sjúkrahús um þrjúleytið.
Fréttastofa náði tali af Stefáni Kristinssyni varðstjóra fyrr í dag sem sagði að mikill viðbúnaður hefði verið á staðnum og að allra ráða hefði verið leitað til að ná manninum undan plötunni.