Skólasókn í forgang og aukin virðing fyrir skólastarfi Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun