Myndaveisla: Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð Jón Þór Stefánsson skrifar 9. apríl 2024 22:06 Endurnýjuð ríkisstjórn hefur verið mynduð og ljósmynduð. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var formlega mynduð í kvöld á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þá endurstaðfesti Guðni Th. Jóhannesson lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur úr forsætisráðuneytinu. Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Sömu þrír flokkar sem mynda þessa ríkisstjórn. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Nýja ríkisstjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag, og síðan formlega mynduð á fundi með forseta í kvöld. Ástæðan fyrir því að fundurinn fór fram að kvöldi til var sú að Guðni hafði varið deginum á Seltjarnarnesi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Þetta er fallegt kvöld og mín ákvörðun er að setjast mjög vel til inni í mér. Ég er alsæl við að fara í dálitla óvissuferð. En ég get litið sátt um öxl,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að ríkisráðsfundi loknum. Hún hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017, og þingmaður frá árinu 2007. Hún varð fyrst ráðherra árið 2009 þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra. Líkt og alþjóð veit er ástæðan fyrir endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi sú að Katrín hefur boðið sig fram til embættis forseta. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, sagði fyrir ríkisráðsfund í dag að það lægi vel á sér. Hann sagði stór mál blasa við þessari ríkisstjórn og mikilvægt væri fyrir hana að byrja vel. „Stærstu málin sem mér er mest umhugað um núna er að ná tökum á landamærunum. Nú er dómsmálaráðherra með hælisleitendafrumvarp. Um þau finnst mér á þessari stundu góð og breið samstaða, ekki bara í stjórninni heldur hefur þeim verið ágætlega tekið í þinginu. Það eru sömuleiðis lögreglulög sem þurfa að klárast í þinginu,“ sagði Bjarni, sem minntist jafnframt sérstaklega á orkumálin sem mikilvægan málaflokk. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm „Ég ætla ekkert að halda því fram að forsætisráðherrann geti leikið úrslitahlutverk í því. En ég mun leggja mig allan fram um að eiga gott samstarf, bæði við stjórnarflokkana, þingið í heild sinni, og alla þá sem eru í samskiptum við þingið og ríkisstjórnina. Ég er mjög bjartsýnn á að stjórnarflokkarnir séu sammála um þessi megin áherslumál. Svo verður þetta krefjandi – og ég segi við ráðherrana og ég segi við þingflokkinn minn: Ekki biðja um að þetta sé auðvelt,“ sagði nýr forsætisráðherra skömmu áður en hann tók formelga við embættinu. Bjarni tók sæti á Alþingi árið 2003. Hann settist fyrst í ráðherrastól árið 2013, þá sem fjármálaráðherra. Hann gengdi því embætti til ársins 2017 þegar hann varð forsætisráðherra í skammlífri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann tók síðan aftur við fjármálaráðuneytinu sama ár og sat í því þangað til í fyrra þegar hann sagði af sér og tók við utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Samkvæmislífið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira