Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2024 22:11 Egill Arnar er formaður dómaranefndar KSÍ. Vísir/Sigurjón „Þetta kemur til af áherslum sem við fáum frá Knattspyrnusambandi Evrópu,“ sagði Egill Arnar Sigurþórsson, formaður dómaranefndar KSÍ, um þann fjölda gulra spjalda sem fóru á loft í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. „Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
„Má í raun segja að það sé orðið löngu tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara. Við í dómaranefnd KSÍ styðjum dómarana hundrað prósent í því.“ „Við heyrum það sem sagt er í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir því að fólk vill hafa ástríðu í leiknum. Ástríðan verður að snúa að einhverju öðru en heldur því að mótmæla ákvörðun dómarans, það er bara þannig.“ Leikmenn komast ekki lengur upp með að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins hefur flautað. „Það er augljóst að það er verið að taka strangar á þessu sem allir knattspyrnuaðdáendur hafa kallað eftir, það er þetta að vera hægja á leiknum. Pota boltanum í burtu, halda á honum að óþörfu og annað slíkt. Það er verið að gefa töluvert af spjöldum fyrir það og svo svona ofsafengin mótmæli.“ „Við gerum okkur grein fyrir því að við erum mannleg og gerum mistök. Það má alveg finna spjöld þarna sem hefði mátt leysa með öðrum hætti, það er vissulega þannig.“ Klippa: Formaður dómaranefndar KSÍ: Tímabært að við tökum á þessum ofsafengnu mótmælum Eru breytingar sem þessar kynntar fyrir félögunum eða er það félaganna að fylgjast með því þegar áherslubreytingar verða? „Það er gaman að segja frá því að hluti af leyfiskerfi KSÍ er að fyrirliðum og forráðamönnum félaga ber að mæta á kynningarfund þar sem við förum meðal annars yfir þessar áherslur. Við erum búnir að halda tvo slíka fundi og það hafa ekki öll félögin mætt. Við verðum bara að kalla eftir því að félögin séu duglegri að sinna því að sækja sér upplýsingar.“ „Svo má ekki gleyma því að við erum enn að dæma eftir knattspyrnulögunum og þau er hægt að nálgast á vef KSÍ, þar er hægt að nálgast þetta allt saman.“ „Við heyrum auðvitað að sjálfsögðu það sem sagt er í samfélaginu en ég held hins vegar að það sé sameiginlegt verkefni okkar í knattspyrnusamfélaginu, ef við getum orðað það sem svo, að við bætum þetta. Þetta er ekki nægilega gott, hefur ekki verið nægilega gott.“ „Dómararnir eru starfsmenn leiksins, þeir gera vissulega mistök en þeir eru ekki mættir til að skemma fótboltaleikinn, þeir eru að gera sitt besta og við verðum að búa til þannig umhverfi að ástríðan sem talað er um beinist að einhverju öðru heldur en mótmælum við dómara,“ sagði Egill Arnar að endingu. Viðtalið við Egil Arnar má finna í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KSÍ Tengdar fréttir Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. 8. apríl 2024 21:43
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn